Endurgerð Skjólsins á Blönduósi kostaði tæpar 56 milljónir
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
28.02.2025
kl. 11.35
Á fréttavefnum Húni.is segir að endurgerð á Skjólinu, sem fram fór á síðasta ári, kostaði tæpar 56 milljónir króna, samkvæmt samantekt sem lögð var fram á fundi byggðarráðs Húnabyggðar þann 26. febrúar. Skjólið er félagsmiðstöð fyrir ungmenni í Húnabyggð og er til húsa á efri hæðinni í Félagsheimilinu á Blönduósi. Öll efri hæðin var tekin í gegn og endurbygg, en þó er eftir er að skipta um glugga á vesturhlið hússins. Þá var lyfta sett í húsið til að tryggja aðgengi fyrir alla og þakið var einangrað að utan og klætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.