Birna Olivia kjörin Íþróttamaður USVH 2023

Á myndinni tekur Anna Herdís Sigurbjartsdóttir á móti verðlaunum fyrir hönd Birnu Oliviu Ödqvist. AÐSEND MYND
Á myndinni tekur Anna Herdís Sigurbjartsdóttir á móti verðlaunum fyrir hönd Birnu Oliviu Ödqvist. AÐSEND MYND

Í gær, laugardaginn 30. desember, var tilkynnt um kjör á Íþróttamanni USVH 2023 en athöfnin fór fram í íþróttamiðstöðinni á Hvammstangi en þar fór þá fram fjáröflunarmót Kormáks/Hvatar. Hlé var gert á keppni á meðan úrslitin voru kunngjörð en það var knapinn Birna Olivia Ödqvist sem hlaut heiðurinn en hún náði prýðilegum árangri í hestaíþróttum á árinu.

Í öðru sæti í kjörinu varð Hilmir Rafn Mikaelsson atvinnumaður í knattspyrnu hjá Tromsö í Noregi (á láni frá ítalska liðinu Venezia) og þá varð Ingvi Rafn Ingvarsson knattspyrnumaður og þjálfari Kormáks/Hvatar

Það var Halldór Sigfússon, varaformaður USVH, sem afhenti verðlaunin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir