Munum að hreinsa jörðina eftir skothríð gamlárskvölds

Flugeldarusl. MYND: SKAGAFJÖRÐUR.IS
Flugeldarusl. MYND: SKAGAFJÖRÐUR.IS

Það viðraði bísna vel til flugeldaskothríðar á gamlárskvöld, veður stillt og drundi því duglega í þegar flugeldarnir sprungu á himnum. Það er misjafnt hversu duglegt fólk er að taka til eftir þessa skotaskemmtun og í tilkynningu á vef Skagafjarðar er fólk minnt á að hreina upp rusl eftir flugelda og skotkökur.

Þar segir: Mjög margir hafa nú þegar hreinsað upp eftir sig á skotsvæðum sínum og er það til fyrirmyndar. Eitthvað er þó eftir og hvetjum við allar flugeldaskyttur til þess að hreinsa það hið fyrsta. Nú stendur yfir snjómokstur og myndast mikill sóðaskapur ef ruðningstæki taka þetta með sér.“

Eins og glögglega mátti sjá í áramótaskaupi þá er flokkun rusls nú í hávegum, Því er rétt að benda á að notaðir flugeldar fara í urðun en tekið er á móti ónotuðum flugeldum á móttökustöðvum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir