Svavar Knútur í Krúttinu í kvöld

Svavar Knútur á án efa eftir að ylja gestum Krúttsins í kvöld. AÐSEND MYND
Svavar Knútur á án efa eftir að ylja gestum Krúttsins í kvöld. AÐSEND MYND

Svavar Knútur söngvaskáld fagnar nú útgáfu á nýjustu plötu sinni, Ahoy! Side B, með tónleikum um landið vítt og breitt. Í kvöld mætir kappinn til leiks í Krúttinu á Blönduósi og hann mun syngja lög vítt og breitt af ferli sínum og segja sögur af ferðlögum, löndum og lýðum. Börn eru velkomin í fylgd með foreldrum.

Í tilkynningu á Tix.is segir að samhliða Ahoy! Side B kemur út tvöfaldur vínill, Ahoy!, þar sem Side B rennur saman við systurplötu sína Ahoy! Side A, sem kom út 2018. Loksins sameinaðar! Þetta er lokahluti 15 ára verkefnis Svavars Knúts um sorgarferlið með öllum tilheyrandi hólum og hæðum, dimmum dölum og björtu stjörnum.

Svavar Knútur var í ítarlegu viðtali í Feyki í byrjun júní og þar sagði hann að honum finnst algerlega yndislegt líf að vera listamaður. „Ég nýt þess að skapa og syngja og gleðja fólk. Að ferðast milli nýrra og nýrra staða og líka gamalla og kunnuglegra, hitta gamla vini og syngja fyrir fólkið mitt.“

Hann segist nú yfirleitt vera ótrúlega afslappaður með dagskrána og spila bara það sem kemur upp í hausinn. „Hef aldrei verið með lagalista eða neitt svoleiðis. Mér finnst yfirleitt langskemmtilegast að blanda bara saman alls konar, sögum, gömlum lögum, nýjum lögum og pælingum, hrista þetta saman í einhvern kokteil og bara njóta kvöldsins með fólkinu sem er mætt á svæðið. Það er miklu meira næs en að vera með einhverja stífa dagskrá.“

Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld. Aðgangseyrir er litlar kr. 3.500, en ókeypis er fyrir börn og unglinga undir 18 ára í fylgd með foreldrum eða afa/ömmu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir