Valli hlaut Hvatningarverðlaun Húnabyggðar 2024
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
19.06.2024
kl. 12.05
Á myndinni með Valla eru þau Kristín I. Lárusdóttir og Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar. MYND: AUÐUNN SIGURÐSSON.
Á hátíðardagskrá 80 ára lýðveldisafmælisins á Blönduósi sem fram fór, eins og lög gera ráð, fyrir þann 17. júní var Valdimar Guðmannsson, sem margir kannast við af Facebook sem Valla í Húnabyggð, fékk hvatningarverðlaun Húnabyggðar 2024.
Valli er að sjálfsögðu vel að þessu kominn enda er kappinn á Facebook-vegg sínum eins og sjálfvirk PR-maskína á yfirsnúningi við að kynna framkvæmdir og góð mál í Húnabyggð – þar sem sólin skín. Þess má geta að þetta var í fyrsta sinn sem Hvatningarverðlaun Húnabyggðar eru veitt.
Á síðu Húnabyggðar er Valla „...óskað til hamingju með þetta og segjum eins og hann segir gjarnan: Áfram Húnabyggð!“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.