Kúrekaþema í árlegri kvennareið í Austur-Húnavatnssýslu

Hin árlega kvennareið Austur-Húnavatnssýslu verður farin laugardaginn 22. júní. Lagt verður af stað frá Auðólfsstöðum klukkan 15:00. Frá Auðólfsstöðum á að ríða Æsustaðaskriðurnar eftir gamla veginum í Ártún og þaðan eyrarnar í hlöðuna í Húnaveri.

Í tilkynningu segir að þemað í ár sé kúrekaþema og verða vegleg verðlaun fyrir flottasta búninginn ásamt happdrættisvinningum.

Þátttökugjald er kr. 4.500 og 14 ára aldurstakmark er í reiðina. Stúlkur á aldrinum 14-18 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Hjálmaskylda verður í ferðinni.

Skráning hjá nefndarkonum á messenger eða í síma 864-0208 (Ingibjörg) eða 616-9130 (Auður), skráningu lýkur þriðjudaginn 18. júní. Allar konur nær og fjær eru velkomnar og við hlökkum til að eiga skemmtilegan dag með ykkur. Nánari upplýsingar má finna hér >

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir