Fréttir

Stöndum vörð um íslenska matvælaframleiðslu!

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti samhljóða á fundi sýnum í dag bókun vegna áforma Fjármála- og efnahagsráðuneytis um niðurfellingu tolla á innfluttum jurtaolíublönduðum osti Telur byggðarráð að verði þessi tillaga að veruleika muni hún klárlega hafa mjög neikvæð áhrif í íslenska mjólkurframleiðslu, afkomu bænda og innlenda matvælaframleiðslu.
Meira

Tollflokkun pizzaosts staðfest enn á ný | Atli Már Traustason skrifar

Þann 17. febrúar sl. kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í hinu „seinna pizzaostmáli“ Danóls ehf. á hendur íslenska ríkinu. Um þetta mál hefur verið fjallað áður fyrir dómstólum og ítrekað hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að flokka ætti vöruna í 4. kafla tollskrár. Danól krafðist þess nú enn á ný að varan skyldi flokkuð í 21. kafla tollskrárinnar en tapaði málinu og var dæmt til að greiða ríkinu 950 þús. kr. í málskostnað.
Meira

Hvað eru þekkingargarðar?

Feykir sagði frá spennandi verkefni um uppbyggingu nýsköpunargarða í Skagafirði í samvinnu við Háskólann á Hólum, Hátæknisetur Íslands og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Meira

Dísir og Dívur í Miðgarði

Í ár eru 15 ár síðan Kvennakórinn Sóldís í Skagafirði var stofnaður og hefð er fyrir því að kórinn haldi tónleika í menningarhúsinu Miðgarði á konudeginum sem að þessu sinni er næstkomandi sunndag 23. febrúar og hefjast tónleikarnir kl. 15:00. Að loknum tónleikunum verður boðið upp á veislukaffi.
Meira

Eldur í mannlausum sumarbústað

Lögreglumenn við umferðareftlit á Norðurlandsvegi tilkynntu um reyk er lagði frá sumarbústað í Húnaþingi vestra um klukkan 18 í gærkvöldi. Óskað var eftir slökkviliði en fljótlega varð húsið alelda. Húsið var mannlaust, kemur fram á vef lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Björgunarskipið Húnabjörg, dregur fiskibát með net í skrúfunni til hafnar

Upp úr klukkan 9 að morgni 18. febrúar, var áhöfn Húnabjargarinnar, björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Skagaströnd, kölluð út eftir að skipstjóri fiskibáts sem var þá staddur utarlega í Húnaflóa hafði haft sambandi við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óskað aðstoðar. Net höfðu farið bæði í aðalskrúfu bátsins sem og hliðarskrúfu og ekki hægt að sigla bátnum fyrir eigin vélarafli.
Meira

Kallaður Jakmundur Gunnarsson þegar hann er óþekkur | Ég og gæludýrið mitt

Það er Ómar Þorri Gunnarsson, sjö ára gutti frá Króknum, sem ætlar að segja okkur frá gæludýrinu sínu í þessum gæludýraþætti. Ómar Þorri er sonur Gunnars Páls, sem vinnur hjá sveitarfélaginu Skagafirði, og Guðbjargar Óskars, sem vinnur hjá Byggðastofnun. Hann á einnig tvo eldri bræður, þá Óskar og Óðinn, og búa þau í Hvannahlíðinni. Þegar Jaki kom inn á heimilið var mikill gleðidagur hjá fjölskyldunni en fljótlega kom í ljós hversu mikill prakkari og óþekktarormur Jaki var og fékk hann þá viðurnefnið Jakmundur Gunnarsson.
Meira

Skagafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Sorpmóttaka Hofsósi

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Sorpmóttaka Hofsósi – Jarðvegsskipti og girðing 2025. Opnunardagur tilboða er áætlaður þann 6. mars næstkomandi en verkinu í heild skal lokið 1, júlí 2025.
Meira

Ómótstæðilegir saltfiskréttir | Matgæðingur Feykis

Hjördís Stefánsdóttir, systir Ómars Braga, tók mjög ánægð við áskoruninni um að vera næsti matgæðingur Feykis og deilir hér mjög góðum uppskriftum með áskrifendum sem birtust í tbl. 38, 2024. Hjördís er að sjálfsögðu fædd og uppalin á Sauðárkróki.
Meira

Fortíð og nútíð mætast í nýjum kórverkum fyrir Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps

Tónlistarkonan Sigurdís Tryggvadóttir frá Ártúnum í Blöndudal hefur samið og útsett tvö ný kórverk fyrir Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í tilefni af 100 ára afmæli kórsins. Verkin eru við ljóð Jónasar Tryggvasonar sem var afabróðir Sigurdísar. Jónas stjórnaði kórnum í sjö ár og samdi og útsetti mörg lög fyrir kórinn, þar á meðal Ég skal vaka, hans þekktasta verk.
Meira