Skandall sló í gegn í bleikum glimmerjakkafötum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Lokað efni
21.02.2025
kl. 16.05
„Þetta byrjaði sem smá Skandall, vorum smá stressaðar og klúðruðum smá í byrjun. En eftir það náðum við okkur nú aftur á strik og finnst okkur þessi sigur alveg verðskuldaður og sanngjarn!“ segir Sóley Sif Jónsdóttir létt í samtali við Feyki en hljómsveitin Skandall, sem er skipuð fimm stúlkum, bar sigur úr býtum í Söngkeppni MA nú á miðvikudagskvöldið. Stelpurnar einhentu sér í Plug In Baby sem Muse töfruðu fram fyrir aldarfjórðungi. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Skagstrendinginn Sóleyju Sif Jónsdóttur, sem sá um trommuleik og söng ásamt Ingu Rós.
Meira