Alþjóðlegi Rótarýdagurinn | Ómar Bragi Stefánsson skrifar

Hluti Rótarýfélaga á jólahlaðborði klúbbsins 2024. MYND AÐSEND
Hluti Rótarýfélaga á jólahlaðborði klúbbsins 2024. MYND AÐSEND

Rótarýhreyfingin fagnar 120 ára afmæli sínu hinn 23. febrúar n.k. og af því tilefni er Rótarýdagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér hvernig starf Rótarý fer fram og hvað í því felst.

Rótarý er félagsskapur fólks á öllum aldri sem hefur það sameiginlega markmið að láta gott af sér leiða, í sínu nærsamfélagi, á landsvísu sem og í heiminum öllum.

Rótarý er ein stærsta og virtasta góðgerðarhreyfing heims sem leggur til rúmlega 40 milljarða króna á ári til hinna ýmsu verkefni þar sem aðkoma Rótarý hefur sannar-lega skipt miklu máli.

Áherslur Rótarý eru í sjö megin flokkum sem felast í friðarmálum, aðstoð við mæður og börn,stuðningi við menntun, öflun drykkjarvatns á þróunarsvæðum, vinnu við út-rýmingu sjúkdóma eins og mænuveiki, eflingu efnahags nærsamfélaga og síðast en ekki síst verndun umhverfisins.

Rótarýfélagar telja um 1.2 milljónir í yfir 200 löndum. Fyrsti Rótarýklúbburinn á Íslandi var stofnaður í Reykjavík árið 1934. Nú eru um 1200 félagar í 32 klúbbum, þar af er einn ungmennaklúbbur, Rotaract. Konur eru um 30% félaga og fjölgar þeim jafnt og þétt.

Rótarýklúbbur Sauðárkróks er gamalgróinn klúbbur, stofnaður árið 1948. Félagar í dag eru um 25 talsins, bæði konur og karlar. Klúbburinn hefur í gegnum tíðina komið að mörg-um góðum verkefnum og stutt málefni samfélagsins. Stærsta verkefni Rótarýklúbbsins síð-ustu ár er jólahlaðborðið þar sem íbúum er boðið til ókeypis veislu í upphafi aðventunnar. Þá styrkjum við ýmis önnur góð málefni í firðinum okkar fagra.

Rótarýklúbbur Sauðárkróks er afar góður félagsskapur fólks sem hittist tvisvar í mánuði og fræðist og á góðar stundir saman. Stjórnmál og trúmál ræðum við þó ekki en meira lagt upp úr að efla vináttu og styrkja tengslanet.

Ef gildi Rótarý höfða til þín og þú vilt láta gott af þér leiða, þá gæti Rótarýklúbbur Sauðár-króks verið góður félagsskapur fyrir þig. Fimmtudaginn 20. febrúar kl. 18.00 verður haldinn opinn fundur á Kaffi Krók sem öllum áhugasömum er boðið að sækja án nokkurra skuldbindinga.

F.h. Rótarýklúbbs Sauðárkróks
Ómar Bragi Stefánsson

#Einkunnarorð Rótarý er „Þjónusta ofar eigin hag“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir