Fréttir

Upplifðu leikhúslistina með leiklestri á Sögu úr dýragarðinum

Í Stúdíó Handbendi næstkomandi föstudag 6. desember kl. 20:00 verður hægt að upplifa leikhúslistina og njóta leiklestrar á Sögu úr dýragarðinum eftir Edward Albee, í frábærri þýðingu Thors Vilhjálmssonar. Þetta nútíma klassíska verk er stutt, meinfyndið og áleitið og skilur mikið eftir sig. Leiklesið með tilþrifum af Arnari Hrólfssyni og Víkingi Leon Þórðarsyni með dyggri aðstoð Emelíu Írisar Benediktsdóttur, undir stjórn Sigurðar Líndal.
Meira

Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks

Rótarýklúbbur Sauðárkróks hefur undanfarin 12 ár haldið glæsilegt óleypis jólahlaðborð fyrir fjölskyldur í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
Meira

Kiwanisfélagar standa ljósavaktina í Sauðárkrókskirkjugarði

Feykir kíkti við hjá þeim Kiwanis-félögum sem stóðu vaktina í kirkjugarðinum á Nöfum á sjálfan kosningadaginn. Líkt og undanfarin ár sér Kiwanisklúbburinn Drangey um lýsingu á leiðum í Sauðárkrókskirkjugarði.
Meira

Fyrsta lagið sem Stjáni fílaði í botn var með Sheryl Crow / KRISTJÁN REYNIR

Það er Kristján Reynir Kristjánsson sem spreytir sig á Tón-lystinni í þetta skiptið. Hann er fæddur 1992 og með tónlistina í genunum en foreldrar hans eru Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir og Kristján Kristjánsson. Líkt og hjá gamla þá eru trommurnar hans hljóðfæri. „Ég fæddist á Akureyri og ólst upp í Skagafirðinum. Fjölskyldan flutti suður í nokkur ár, komum aftur norður árið 2007 og hér hef ég verið að mestu leyti síðan þá.“
Meira

Sjálfstæðisflokkur endaði stærstur í Norðvesturkjördæmi

Það var reiknað með spennandi kosningu í Norðvesturkjördæmi og glöggir spámenn og kannanir gerðu ráð fyrir að sex flokkar skiptu með sér þeim sex þingsætum sem í boði voru; Framsókn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Miðflokkur og Samfylking. Síðan yrði happdrætti hvar uppbótarþingmaðurinn endaði. Það fór svo að hann endaði hjá Flokki fólksins sem fékk því tvo þingmenn í kjördæminu.
Meira

Samfylkingin kom, sá og sigraði

Kosið var til Alþingis í gær og lágu endanleg úrslit fyrir nú í hádeginu en síðastur til að detta inn á þing var Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins Þá var þegar ljóst að Samfylkingin var ótvíræður sigurvegari kosninganna, bættu við sig níu þingsætum, eru því með 15 þingmenn og eina framboðið sem náði rúmlega 20% fylgi. Þá unnu Flokkur fólksiins og Viðreisn vel á, Miðflokkurinn bætti við sig sex þingmönnum og Sjálfstæðisflokkur var einn ríkisstjórnarflokkanna til að vinna varnarsigur.
Meira

Gallup mældi Miðflokkinn stærstan í Norðvesturkjördæmi

Síðustu könnunar Gallup fyrir þingkosningarnar var beðið með nokkurri óþreyju í gær og hún birtist seint og um síðir. Alls voru það 169 manns sem svöruðu í Norðvesturkjördæmi, sem er ekki stórt hlutfall, en alls voru það 2077 sem svöruðu könnuninni á landsvísu. Niðurstaðan í NV-kjördæmi var sú að sex flokkar fá einn þingmann og síðan er spurning hver hlýtur uppbótarþingmanninn. Miðflokkurinn, sem hefur dalað nokkuð á landsvísu síðustu daga, mælist stærstur í kjördæminu með 18,6% fylgi.
Meira

Drama og dómarakonsert í dúndurleik í Síkinu

Í gærkvöldi mættust lið Tindastóls og Álftaness í Síkinu í áttundu umferð Bónus-deildarinnar. Leikurinn varð hin mesta skemmtun en kannski full mikið drama fyrir þá sem innlifaðistir eru. Benni þjálfari Stóla og Drungilas urðu báðir að yfirgefa Síkið áður en fyrri hálfleikur var úti eftir nettan flautukonsert dómaratríósins – sem sumum þótti þó pínu falskur. Bæði lið sýndu frábæra takta en það voru heimamenn sem reyndust sleipari á svellinu, voru ákafari og lönduðu sætum sigri. Lokatölur 109-99.
Meira

Kosið til Alþingis í dag

Það er kosið til Alþingis í dag. Allir vegir á Norðurlandi vestra eru færir, í það minnsta sem stendur, en víða hálka. Víða er þó éljagangur eða skafrenningur. Reikna má með svipuðu veðri áfram út daginn, norðaustan 10-13 m/sek og lítils háttar snjókomu.
Meira

Verkfalli kennara frestað

Mbl.is segir frá því að verk­föll­um kenn­ara hef­ur verið frestað út janú­ar í þeim til­gangi að gefa samn­inga­nefnd­um kenn­ara, rík­is og sveit­ar­fé­laga vinnufrið í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Deiluaðilar hafa skrifað und­ir sam­komu­lag þess eðlis.
Meira