Upplifðu leikhúslistina með leiklestri á Sögu úr dýragarðinum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
02.12.2024
kl. 14.20
Í Stúdíó Handbendi næstkomandi föstudag 6. desember kl. 20:00 verður hægt að upplifa leikhúslistina og njóta leiklestrar á Sögu úr dýragarðinum eftir Edward Albee, í frábærri þýðingu Thors Vilhjálmssonar. Þetta nútíma klassíska verk er stutt, meinfyndið og áleitið og skilur mikið eftir sig. Leiklesið með tilþrifum af Arnari Hrólfssyni og Víkingi Leon Þórðarsyni með dyggri aðstoð Emelíu Írisar Benediktsdóttur, undir stjórn Sigurðar Líndal.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.