Aðsent efni

Torskilin bæjarnöfn - Ábær í Austurdal

Ábær í Austurdal. Elzta heimild um þetta bæjarnafn er Landnáma. Hún segir þannig frá: „Önundr víss, hét maðr, er land nam frá Merkigili, enn eystra dal alt fyrir austan; enn þá er Eiríkur vildi til fara at nema dalinn allan alt fyrir vestan, þá feldi Önundr blótspán til, at hann skyldi verða víss, hvern tíma Eiríkr mundi til fara at nema dalinn, ok varð þá Önundr skjótari ok skaut yfir ána með tundröru ok helgaði sér svá landit fyrir vestan, ok bjó milli á“. (Land- náma, bls. 142).
Meira

Listin að lifa

Ég hitti nýverið konu sem spurði mig af kurteisissökum hver væru mín helstu áhugamál. Það runnu skyndilega á mig tvær grímur því í fljótu bragði mundi ég ekki eftir neinum raunverulegum áhugamálum, hverju skyldi ég svara.
Meira

Þegar óskirnar rætast - Áskorendapenninn Jóhanna Helga Halldórsdóttir, Brandsstöðum

Þessar óskir okkar. Við vitum ekki hvaðan þær koma, eða hvers vegna þær verða til í hugum okkar. Við vitum ekki af hverju okkur langar til einhvers sérstaks og vitum ekki alltaf hvað drífur okkur áfram í þá átt sem við veljum hverju sinni. En óskirnar eru þarna og þráin til þess að fá þær uppfylltar. Kannski skilgreinir þessi þrá okkar um framvindu tilverunnar svolítið hver við erum og hvaða lífsgildi við höfum og höldum í heiðri. Ég veit það ekki. Við erum allavega, svo dásamlega mismunandi og við höfum öll þennan hæfileika, þennan neista, sem eru óskirnar okkar.
Meira

Yfirlýsing málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf vegna kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga um frestun gildistöku ákvæða um notendastýrða persónulega aðstoð

Með bréfi síðastliðinn föstudag fór Samband íslenskra sveitarfélaga þess á leit við félags- og jafnréttisráðherra að gildistöku laga sem taka eiga gildi þann 1. október verði frestað til áramóta. Þessum tillögum hafnar málefnahópur Öryrkjabandalagsins um sjálfstætt líf algerlega. Tími seinkana og mannréttindabrota er liðinn.
Meira

Af fornum ferðaleiðum – dýrmætum menningararfi og hindrun af mannavöldum á Kjalvegi hinum forna

Fornar ferðaleiðir og vörður sem vegvísar eru merkur minnisvarði um ferðamáta og erfið lífsskilyrði fyrri kynslóða. Fornar alfaraleiðir, svonefndar þjóðleiðir, teljast nú með okkar dýrmætustu menningarminjum og heyra undir lög um minjavernd og óheimilt er að hindra för um þær. Benda má á Kjalveg hinn forna sem magnað dæmi en þar má enn sjá samfelldar og skýrar reiðgötur og þar standa geysimiklar vörður enn, hvorutveggja áhrifamiklir minnisvarðar um fyrri tíma - og rekja ferðaleiðina, nánast óslitið milli byggða, norðanlands og sunnan.
Meira

Fleiri gæðastundir – Áskorendapenninn Halldór Ólafsson, Skagaströnd

Árin færast yfir. Komin 46 ár í safnið en samt er bara einn afmælisdagur á ári. Það er bara eins og það sé alltaf að styttast á milli þessara daga. Margt gefur til kynna að ég verði að sætta mig við að vera orðinn miðaldra karlmaður. Aukinn hárvöxtur á hinum ýmsu líkamshlutum. Börnin allt í einu öll farin að stunda skólagöngu fjarri heimahögum. Tuttugu ár frá útskrift í Háskólanum á Akureyri aðra helgina í júní og beint í kjölfarið mjög svo ánægjulegir dagar á Akureyri þar sem að fagnað er tuttugu og fimm ára stúdentsafmæli frá M.A. Merkilegt hvernig tíminn getur læðst svona aftan að manni án þess að maður veiti því athygli. Ég er að sjálfsögðu bara tuttugu og fimm ára í huganum og ætla að vera það áfram þrátt fyrir öll áþreifanleg merki um annað.
Meira

STÍFLUEYÐIR - Veistu hvað innihaldið er eitrað?

Með þessum skrifum langar mig að minna fólk á þá slysahættu sem fylgir oft notkun hreinsiefna. Við notum þau oft daglega án þess að spá mikið í hvernig réttast sé að meðhöndla efnin. Ég vona að með þessum pistli geti ég komið í veg fyrir slys, því það var einmitt það sem henti mig þegar ég var að nota One Shot stíflueyðir, tegundin skiptir svo sem ekki miklu máli, þar sem stíflueyðir inniheldur alltaf hættuleg efni.
Meira

Tóm stund? - Áskorandapenninn, Hrefna Jóhannesdóttir Silfrastöððum

Ég er fædd og uppalin á Silfrastöðum til fimm ára aldurs en hafði svo ekki fasta búsetu aftur þar fyrr en haustið 2015. Í millitíðinni hef ég búið víða og kynnst mörgum. Þá hefur oft komið til tals hvað maður sé nú óskaplega upptekinn. Ég áttaði mig samt fljótlega á því að það væri óviðeigandi að kvarta yfir því við sveitunga mína. Þeir eru nefnilega upp til hópa afskaplega duglegir og bóngóðir og langt frá því að vera kvartsárir. Og það sem betra er, þeir eru alltaf til í að lyfta sér aðeins upp í góðra vina hópi.
Meira

Þarf heilt þorp til að ala upp barn

Kæru foreldrar barna í yngri flokkum Tindastóls. Að eiga barn í yngri flokkum er ábyrgðarhlutverk. Með því að skrá barn í yngri flokka skuldbindur maður sig til þess að taka þátt í barna- og unglingastarfi félagsins. Flestir líta á þá skuldbindingu sem gleðiefni enda fátt meira gefandi en að eyða tíma í börnin sín. Um leið vil ég auðvitað taka fram að ég geri mér grein fyrir að við höfum misjafnlega mikinn tíma og tækifæri til þess að eyða með börnum okkar.
Meira

Það sem ömmur gera…… - Áskorendapenninn Birgitta H. Halldórsdóttir Syðri – Löngumýri

Jón Gíslason á Stóra Búrfelli, vinur minn og skólabróðir úr Húnavallaskóla, skoraði á mig að skrifa þennan pistil og því er ég sest niður og brýt heilann um hvað mig langi að tjá mig um að þessu sinni.
Meira