Af Sigurði frá Brún og Hesta-Bjarna - Kristinn Huga skrifar um hesta og menn
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
09.06.2018
kl. 23.00
Þegar ég vaknaði í morgun mundi ég eftir að ég hefði lofað ritstjóra Feykis að senda honum greinarkorn og fór að velta fyrir mér um hvað það ætti að vera? Mér datt svo sem eitt og annað í hug en ekkert eitt varð ofan á. Fór ég síðan fljótlega upp í hesthús og eftir venjuleg morgunverk tóku útreiðar við. Í einum túrnum mætti ég stórkostlegum reiðmanni. Ég ætla ekkert að verða nákvæmari í frásögninni né persónulegri, hvoru tveggja væri auðvelt en óþarft að sinni. Því þegar ég virti fyrir mér taumtökin svip mannsins og viðbrögð hestsins kom eftirfarandi ljóðahending upp í hugann:
Meira