Aðsent efni

Stefnir á að komast í landsliðið - Íþróttagarpurinn Sandra Björk Hrannarsdóttir Seastrand

Sandra Björk Hrannarsdóttir Seastrand býr á Sauðárkróki af árgangi 2004 og hélt upp á 14 ára afmæli sitt í síðustu viku. Sandra, sem leikur með Tindastól, er mikil fótboltastelpa og fyrir skömmu var hún valin í úrtaksæfingar fyrir U15 í fótbolta sem fram fóru í Boganum á Akureyri. Sandra er Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira

Kærar kveðjur ,,heim“ - Áskorandinn Guðmundur St. Ragnarsson- Brottfluttur Norðvestlendingur

Ég hef ákveðið að troða mér inn í áskorendapennann sem brottfluttur Blönduósingur og Húnvetningur sem á einnig rætur til Hofsós. Með þessu bréfakorni langar mig að senda nokkurs konar sendibréf til heimahaga minna á Norðvesturhorni landsins. Það eru vissulega áskoranir sem mæta minni gömlu heimabyggð á Blönduósi og einnig byggðinni þar sem ég dvaldi oft sumarlangt sem barn, Hófsósi.
Meira

Valin í lið ársins í 2. deild - Íþróttagarpurinn : Vigdís Edda Friðriksdóttir

Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls voru í miklum ham í 2.deildinni í fótbolta sumar, unnu ellefu leiki, gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur. Endaði liðið með 34 stig, jafnmörg og Augnablik sem stóð uppi sem sigurvegari deildarinnar með betra markahlutfall. Vigdís Edda Friðriksdóttir stimplaði sig rækilega inn í liðið með góðum leik og mikilli hörku, skoraði tíu mörk í 14 leikjum og krækti í fjögur gul spjöld. Árangur hennar vakti athygli víðar en á Króknum því hún var valin í lið ársins hjá Fótbolta.net þar sem þjálfarar og fyrirliðar liðanna í deildinni völdu á listann. Vigdís Edda býr á Sauðárkróki er af árgangi 1999 og er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira

Geta viðhorf haft áhrif á upplifanir okkar - Áskorandi Jenný Þórkatla Magnúsdóttir Hvammstanga

Guðný Hrund karlsdóttir sveitarstjóri í Húnaþingi vestra skoraði á mig og auðvitað hlýði ég því kalli. Ég hóf nám við Endurmenntun Háskóla íslands núna í haust og er að taka þar fjölskyldumeðferð. Í því námi erum við að skoða okkur svolítið sjálf og og eru nemendur að læra hvert af öðru með því að deila sögum og reynslu.
Meira

Að rækta garðinn sinn - Áskorendapenninn Þyrey Hlífarsdóttir

Þegar ég fékk áskorun frá samstarfskonu minni og vinkonu Sigrúnu Ben, fór ég að velta því fyrir mér hvað það er sem skiptir mig mestu máli. Þá komu fjölskylda og vinir fyrst upp í hugann. Fyrir mér er ómetanlegt að eiga í góðum samskiptum við fjölskylduna mína og vini og vita að ég get leitað til þeirra með hvað sem er, hvenær sem er.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Bústaðir í Lýtingsstaðahreppi

Bústaðir hafa að líkindum heitið Bútsstaðir, því að þannig er nafnið ritað í Sigurðarregistri árið 1525 (Dipl, Isl. lX,, bls. 302). Merkilegt er, að þá eru ýmsar jarðir í eyði, sem nú eru taldar með kostajörðum, t.d. Húsey, Bútsstaðír, Skatastaðir o.fl. Nú er bærinn ætíð nefndur Bústaðir og jarðabækurnar hafa það eins (Johnsens Jarðatal, bls. 261. Sjá Safn lV. b., bls. 439).
Meira

Hlutverk kerta í jólahaldi - Inga Katrín D. Magnúsdóttir

Flestir kannast við kvæðið Það á að gefa börnum brauð/ að bíta í á jólunum,/ kertaljós og klæðin rauð/ svo komist þau úr bólunum. Brauð til að fóðra svanga maga, klæði til að sleppa frá jólakettinum, en hvers vegna kerti? Í dag er á hvers manns færi að eignast kerti, en fyrr á öldum var það ekki endilega svo. Áður en olíulampar og síðar rafmagnið hóf innreið sína á Íslandi notaðist fólk mest við lýsislampa og kolur til að lýsa upp húsin. Lýsi var misjafnt að gæðum, mikinn reyk og sót gat lagt um baðstofur og loftgæðin voru eftir því. Kerti voru helst notuð þegar mikið lá við, s.s. þegar virta gesti bar að garði og á jólunum.
Meira

Að alast upp í sveit - Áskorandapistill Ólöf Rún Ólafsdóttir brottfluttur Skagfirðingur

Ég er alin upp á Melstað í Skagafirði, og var mikið hjá ömmu minni Dísu og afa Lofti. Frelsið að fá að vafra um sveitina og leika sér, baka með ömmu, vinna í fjósinu og leika við dýr. Ég man ekki eftir mörgum reglum, en ég man eftir tveimur. Númer eitt var að klifra ekki í trjám, þá skemmirðu þau eða dettur og meiðir þig. Oft heyrði maður köllin frá ömmu: „Niður úr trénu!“.
Meira

Úr fórum Theodórs - Kristinn Hugason skrifar

Theodór Arnbjörnsson frá Ósi var fyrsti ráðunauturinn sem sinnti starfi hrossaræktarráðunautar Búnaðarfélags Íslands sem aðalviðfangsefni. En fyrstu afskipti Búnaðarfélags Íslands af hrossarækt og hrossakynbótum má rekja til ársins 1902, er félagið réði til sín fyrsta ráðunautinn í búfjárrækt.
Meira

Ertu að reima skóna þína rétt? Áskorandinn - Guðný Hrund Karlsdóttir Hvammstanga

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig hægt er að festast í viðjum vanans án þess að gera sér nokkra grein fyrir því. Eitthvað sem lærðist einu sinni verður að vana, eins og heilagur sannleikur sem aldrei er efast um, jafnvel þó því fylgi stundum vandamál.
Meira