Aðsent efni

Öflugt og vel skipulagt íþróttastarf í Sveitarfélaginu öllu

Góð heilsa er eitt það dýrmætasta sem við eigum og því er mikilvægt að við leggjum okkur fram um að viðhalda henni eins og kostur er. Mataræði er grunnur að góðri heilsu og þar sem börn í nútíma samfélagi verja bróðurpartinum af deginum í leik- eða grunnskólum, er sérstaklega mikilvægt að slíkar stofnanir bjóði upp á hollan og staðgóðan mat (þótt það sé ekki lagaleg skylda sveitarfélaga).
Meira

Ungt fólk í Skagafirði – Hvað skiptir okkur máli

Í Sveitarfélaginu Skagafirði býr margt ungt fólk með mismunandi áhugasvið. Mitt áhugasvið liggur helst inn á svið íþrótta- og félagslífs. Sjálfur spila ég knattspyrnu með meistaraflokk Tindastóls en ég hef æft knattspyrnu frá fimm ára aldri. Á líðandi skólaári hef ég setið í stjórn nemendafélags FNV og tekið virkan þátt í öllu því félagslífi sem fram fer í skólanum og utan hans.
Meira

Betri þjónusta – allra hagur

Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar okkar í sveitarstjórn leiði hugann að því að þeir eru þjónar fólksins í sveitarfélaginu. Þeir eru kosnir til að gæta hagsmuna þeirra og setja metnaðarfull verkefni af stað. Verkefni sem þjóna öllum íbúum hvar svo sem þeir velja að búa, inn til dala og út með firði sem og á Sauðárkróki.
Meira

Hvern skal kjósa…

Næstkomandi laugardag ganga íslendingar til kosninga. Þá verður kosið um hverjir skulu sitja í sveitarstjórnum um allt land. Hinsvegar snýst kosningin auðvitað um hvernig við viljum sjá framtíð sveitarfélagsins okkar þróast, hvernig við viljum að framtíð okkar allra þróist til næstu ára. En hvernig er hægt að finna út úr því hvaða lista skal kjósa? Það lítur ekki út fyrir að vera neitt sérstaklega auðvelt þar sem svo virðist sem mörg stærstu mál framboðanna séu í grunninn þau sömu. Mismunurinn á útgefnum málefnaskrám felst kannski að hluta í því hversu mikill “loforðaflaumurinn” er.
Meira

Lífsgæði í dreifbýli -- Heitt vatn og ljósleiðari – baráttumál Framsóknarflokksins

Það er öllum ljóst sem komið hafa að umræðu um búsetuskilyrði og atvinnumöguleika í dreifbýli að aðgengi að heitu vatni og góð nettenging eru lykilatriði. Þessi atriði skipta máli hvort sem verið er að byggja upp atvinnustarfsemi á viðkomandi jörð (svæði), eða að setja niður íbúðarhús á lóð.
Meira

Verðandi sveitarstjórnarfólk

Nú er ljóst að allnokkrar mannabreytingar verða í komandi sveitarstjórn Skagafjarðar. Allir þeir sem þar gefa kost á sér eiga þakkir skyldar fyrir að ganga fram fyrir skjöldu og sýna þann áhuga og vilja sem þarf til að stjórna okkar ágæta samfélagi. Kröfur íbúa eru mismunandi eftir aldri og búsetu og rísa þar hæst samkvæmt venju atvinnu og skólamál. En miklu fleira skapar gott samfélag og þar eru fjölbreytileiki þess, félagsvitund og metnaður fyrir heimabyggðinni mikilvægir þættir.
Meira

Öflug grunnþjónusta fyrir fjölskyldufólk í Skagafirði

Í sveitarfélaginu okkar, Skagafirði, hefur ríkt óviðunandi ástand undanfarin ár í dagvistunar- og leikskólamálum og staðan einfaldlega verið sú að foreldrar koma börnum sínum ekki að vegna plássleysis og manneklu. Vandamálið nær allt niður í störf dagforeldra sem hefur reynst erfitt að manna og upp á leikskólastig þar sem börn komast jafnvel ekki að fyrr en um rúmlega 2 ára aldur.
Meira

H-eldri borgarar: mikilvægi góðrar heimaþjónustu

Þjóðin er að eldast og hópur eldri borgara fer sífellt stækkandi. Þó hefur hjúkrunarrýmum og þjónustuíbúðum fyrir aldraða ekki fjölgað í takt við það síðustu ár. Töluvert hátt hlutfall eldri borgara er því tilneytt til að búa í eigin húsnæði mun lengur en þau hafa getu til sökum aldurs eða veikinda.
Meira

Gagnrýnin snýst eingöngu um verklag

Sveitarstjóri svaraði greinarkorni mínu um um breytingar á fjölskyldusviði og mannaráðningar á vegum sveitarfélagsins síðastliðinn mánudag. Þar segir hún mig ýja að því að starfsfólk sveitarfélagsins sé ekki hæft til að sinna sínum störfum. Það þarf talsverðan vilja til að skilja greinina á þennan veg. Þar er bent á að tilfærslur starfmanna án þess að auglýsa stöður og breytingar á skipuriti fjölskyldusviðs án þess að leggja fyrir fræðslunefnd eða byggðarráð, samræmast ekki góðum starfsháttum.
Meira

Ótrúlegur undirlægjuháttur sveitarstjórnar Skagafjarðar gagnvart Landsneti

Það hefur ekki farið hátt en nú hefur meirihluti sveitarstjórnar Skagafjarðar, skipaður B og D lista, ákveðið að festa Blöndulínu 3, sem 220 kV háspennuloftlínu í sessi í aðalskipulagi Skagafjarðar, með áætluðum 3 km jarðstrengsstubb þó. Flutningsgeta þessa fyrirhugaða stóriðjumannvirkis, sem hvergi á að tengjast í Skagafirði, er um 500 MW (megawött).
Meira