Aðsent efni

Byggjum upp gott samfélag

Sumir sjá bara það sem þeir vilja sjá og heyra bara það sem þeir vilja heyra. Einn góður maður spurði mig um daginn: „Eru virkilega fíkniefni í Skagafirði og er fíkniefnaneysla í Skagafirði?“ Svarið við því er „JÁ“. Eða bara nákvæmlega eins og allstaðar annarsstaðar á landinu.
Meira

Ferðaþjónusta - sóknarfæri fyrir Skagafjörð

Skagafjörður geymir mikla sögu og er bæði fallegur og áhugaverður heim að sækja. Við megum vera stolt af fjölda ferðamanna sem leggja leið sína hingað. Hér er meðal annars ein af fallegustu sundlaugum landsins á Hofsósi, með stórbrotnu útsýni yfir fjörðinn og Drangey. Glæsileg söfn prýða héraðið, má þar nefna Byggðasafnið í Glaumbæ, Samgönguminjasafnið í Stóragerði og Vesturfarasetrið á Hofsósi. Fyrirtæki eins og Gestastofa sútarans á Sauðárkróki og afþreyingarfyrirtæki á borð við flúðasiglingar, eyjasiglingar og hestaleigur laða að sér ferðamenn.
Meira

Kæru Skagfirðingar, kjósið heiðarleika

Nú er tækifæri til breytinga í Skagafirði. Of lengi hafa stjórnmálin snúist um skiptingu á völdum og greiðum milli manna. Ef þú klórar mér þá klóra ég þér hefur verið mottóið undanfarin tvö kjörtímabil og þar er enginn af forystumönnum hinna hefðbundnu flokka undanskilinn. Á öllum framboðslistum er að finna traust og gott fólk og margir þar vinir mínir og samstarfsfélagar en leiðtogar flestra flokkanna þurfa hvíld.
Meira

Varmahlíð – perla í héraði

Í aðdraganda kosninganna sem fram fara 26. maí nk. hafa framboðin haldið íbúafundi í Varmahlíð. Það hafa þeir gert áður, tekið samtalið við íbúa og haldið svo sína leið.
Meira

Fyrir fólkið í firðinum

Það er gott að búa í Skagafirði, fjölbreytt mannlíf, einstæð náttúra og sagan við hvert fótmál. Við eigum að gera samfélagið okkar þannig úr garði að hér sé umfram allt gott að lifa í hversdagsleikanum. Það gerum við með því að leggja áherslu á að grunnþjónustan sé góð og verðlagi á henni stillt í hóf. Margt er nú þegar gott, en ennþá má ýmislegt bæta.
Meira

Hvað var gert í dagvistunarmálum á kjörtímabilinu?

Í ljósi umræðunnar í aðdraganda kosninga þetta vorið mætti halda að ekkert hafi verið unnið að úrlausn dagvistunarmála í Sveitarfélaginu Skagafirði síðustu misserin. Það er þó fjarri sanni. Bráðabirgðalausnir hafa verið fundnar vegna húsnæðismála í leikskólunum á Hofsósi og í Varmahlíð og einnig þurfti að leysa bráðavanda á Sauðárkróki. En auðvitað þarf að gera betur og það er ætlun okkar sem skipum lista Sjálfstæðisflokksins fyrir þessar kosningar.
Meira

Skagfirsk menning og fræði í öndvegi

Þau ánægjulegu tímamót urðu í tengslum við setningu atvinnulífssýningar fyrir um hálfum mánuði síðan að mennta- og menningarmálaráðherra og formaður byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki.
Meira

Hvað hefur verið gert á síðasta kjörtímabili - Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta!

Eins og aðrir flokkar fór Sjálfstæðisflokkurinn af stað í kosningabaráttu fyrir fjórum árum og er nú vert að skoða hvað hefur tekist og hvað ekki.
Meira

Ég treysti Bjarna best

Snemma í vor kom mér nokkuð á óvart þegar Bjarni Jónsson, oddviti Vg og óháðra, bauð mér að vera á framboðslista með sér. Vissulega höfðum við þá nýverið staðið þétt saman um áframhaldandi uppbyggingu Byggðasafns Skagfirðinga og gegn því að safnið yrði sett á hrakhóla með óábyrgri leyndarsamningagerð núverandi meirihluta við einkahlutafélagið Sýndarveruleika ehf.
Meira

Val þitt skiptir máli

Laugardaginn 26. maí fara fram sveitarstjórnarkosningar um land allt. Í flestum sveitarfélögum eru framboðslistar að kynna sín kosningamál og áherslur fyrir næstu fjögur ár. Í því samhengi er nauðsynlegt að huga að því að meta fyrir hvað þessi framboð standa, hver eru þeirra gildi og sýn á samfélagið sitt. Á hverju byggja stefnuskrár framboðanna sem liggja til grundvallar þeirra framtíðarsýn á sitt samfélag.
Meira