Örlítið um starfsemi Söguseturs - Kristinn Hugason skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
31.08.2018
kl. 08.03
Nú hallar sumri, þótt enn sé vonandi að vænta einhverra blíðudaga. Því er ráð að bregða að nýju niður penna og birta pistil hér í Feyki. Í síðasta pistli mínum fyrir sumarhlé sem birtist í Feyki 27. júní sl. fjallaði ég um sýningu Söguseturs íslenska hestsins; Íslenski hesturinn á fullveldisöld, sem áformað var að yrði uppi á landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík sem stóð fyrir dyrum dagana 1. til 8. júlí. Gekk það allt eftir og var sýningin uppi allan mótstímann en opnuð formlega fimmtudaginn 5. júlí í tengslum við setningu mótsins, rétt eins og sýningin; Uppruni kostanna, var opnuð formlega á landsmótinu á Hólum 2016 í tengslum við setningu þess móts.
Meira