Aðsent efni

Örlítið um starfsemi Söguseturs - Kristinn Hugason skrifar

Nú hallar sumri, þótt enn sé vonandi að vænta einhverra blíðudaga. Því er ráð að bregða að nýju niður penna og birta pistil hér í Feyki. Í síðasta pistli mínum fyrir sumarhlé sem birtist í Feyki 27. júní sl. fjallaði ég um sýningu Söguseturs íslenska hestsins; Íslenski hesturinn á fullveldisöld, sem áformað var að yrði uppi á landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík sem stóð fyrir dyrum dagana 1. til 8. júlí. Gekk það allt eftir og var sýningin uppi allan mótstímann en opnuð formlega fimmtudaginn 5. júlí í tengslum við setningu mótsins, rétt eins og sýningin; Uppruni kostanna, var opnuð formlega á landsmótinu á Hólum 2016 í tengslum við setningu þess móts.
Meira

Þróun byggða, samfélagsþátttaka og frumkvöðlastarf

Ísland er strjálbýlasta land Evrópu og dreifist byggð í borgir, bæi og sveitir. Það er ekki sjálfgefið að búseta á hverjum stað sé stöðug eða fari vaxandi jafnvel þó saga byggðarlaga spanni árhundruð. Með breytingum á atvinnuháttum og samfélagsgerð fylgja fólksflutningar sem hafa áhrif á tækifæri og möguleika svæða til vaxtar. Dæmi um þetta er Bíldudalur sem um tíma átti undir högg að sækja vegna samdráttar í sjávarútvegi en nýtur nú vaxtar samhliða uppbyggingu í laxeldi.
Meira

Pælingin - Áskorendapenninn Magnús Magnússon Húnaþingi vestra

Birta: Afi! Ég var pæla – er í lagi að pæla? Afi: Pæling er aldrei einskisnýt! Pæling heldur heilanum virkilega í gangi. Það hollt og gott að pæla um hið jarðbundna og vanafasta. En það er líka gott hugsa út fyrir það. Hugsa um endanleikann og óendanleikann. Ekki hugsa aðeins um vanaganginn. Hugsun og heili í vanagangi gengur aðeins í hægagangi.
Meira

Að meta árangur - Áskorandinn Sigríður Gunnarsdóttir Sauðárkróki

Einu sinni fyrir nokkuð löngu hitti ég Jón Hjörleifsson, vin minn út í búð. Við tókum tal saman um daginn og veginn. Hann spurði mig alvarlegur í bragði: „Hefur þér tekist að kristna einhverja í dag?“ Eftir stutta umhugsun varð ég að viðurkenna að líklega hefði ég engan kristnað þann daginn. Þetta fannst okkur báðum fyndið, hlógum að slælegri frammistöðu og kvöddumst svo.
Meira

Tíminn breytir draumum og ævintýrum í veruleika - Áskorandapenni Jón Gíslason Stóra-Búrfelli

Ásmundur frændi minn í Grænuhlíð henti á mig áskorandapennanum. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort sumt sé ákveðið fyrir fram í lífi manns. Mig langar til að segja frá tveimur atriðum sem tengjast mínu lifi sem benda í þá átt.
Meira

Opið bréf til umsjónarmanns íþróttavallanna okkar

Eins og margir vita er búseta mín að Víðigrund 14 og hef ég úr íbúð minni útsýni aðeins í vestur og við mér blasa tveir vellir, nýi gerfi-grasvöllurinn okkar og fyrir sunnan hann er grasvöllur. Vellir þessir eru vel girtir af og er það gott, vegna bolta sem sparkað er í allar áttir. Á þessari víggirðingu eru tvö hlið og þau bæði læst. Nokkuð langt er því að næstu inn- og útgöngum á vellina, er það nokkuð bagalegt þegar bolti fer út fyrir víggirðinguna og þegar börn koma að völlunum, töluverð leið er að næsta hliði.
Meira

Góð aðsókn að Maríudögum

Góð þátttaka var á Maríudögum sem nú voru haldnir í níunda sinn að Hvoli í Vesturhópi dagana 30. júní og 1. júlí sl. Maríudagar eru haldnir til minningar um Maríu Hjaltadóttur fyrrum húsmóður á Hvoli.
Meira

Sýning Söguseturs íslenska hestsins á landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík 2018.

Í ár fögnum við Íslendingar 100 ára afmæli fullveldisins en það fengum við með formlegum hætti frá Dönum 1. desember 1918. Ýmislegt hefur verið gert til að minnast þessa áfanga og sérstök afmælisnefnd er að störfum, sjá nánar: https://www.fullveldi1918.is/ Afmælisnefnd fullveldisins auglýsti eftir verkefnum af þessu tilefni og urðu 100 verkefni fyrir valinu; þannig séð eitt fyrir hvert ár fullveldisaldarinnar og hlutu þau styrk úr framkvæmdasjóði fullveldisafmælisins. Sögusetur íslenska hestsins var einn þeirra aðila er styrk fékk. Inntakið í verkefni SÍH, er að setja upp sýningu um íslenska hestinn og stöðu hestamennsku og hrossaræktar um fullveldið og framfarasóknina á fullveldistímanum. Sýningin yrði sett upp á landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík, 1. til 8. júlí 2018 og myndi þar kristallast hvernig frjáls og fullvalda þjóð hefur tryggt vöxt og viðgang síns þjóðarhests og komið honum á framfæri við heimsbyggðina og skapað honum, í samstarfi við aðrar þjóðir, þar sem áhugi hefur verið til staðar, viðgang og virðingu. Að loknu landsmótinu yrði sýningin sett varanlega upp í Skagafirði og gerð aðgengileg á heimasíðu SÍH: www.sogusetur.is
Meira

Ánægjulegt að sá EFTA ríkin funda í Skagafirði

Þegar ég tók við sem utanríkisráðherra árið 2013 lá fyrir að fundur EFTA ríkjanna það ár yrði haldinn í Vestmannaeyjum. Ég tók þá strax ákvörðun um að næsti fundur á Íslandi, árið 2018, yrði haldinn í Skagafirði og fer hann nú fram.
Meira

Hafið eða fjöllin - Áskorandi Sigurjón Guðbjartsson Skagaströnd

Ég er aðfluttur Skagstrendingur, fæddur og uppalinn vestur í Arnarfirði. Átti þó mikla tengingu við Skagaströnd, þar sem móðir mín var þaðan. Fyrir nokkrum dögum söng kirkjukór Hólaneskirkju við útför mikils heiðursmanns, sem fæddist hér, starfaði og lifði í 98 ár. Eitt af lögunum sem kórinn flutti var lagið, „Hafið eða fjöllin“.
Meira