Torskilin bæjarnöfn - Botnastaðir í Svartárdal
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar
11.11.2018
kl. 12.23
Þess er getið til í Safni t. s. Ísl. IV., að rjetta nafnið sje Botta- og það sje stytting úr Bótólfsnafni. Tilgáta þessi hefir verið tekin upp í Árbók Fornl.fjel. 1923, sem sennileg, og gefur það mjer ástæðu til að taka þetta nafn með nú. Nafnið er þannig ritað í elztu skjölum: Auðunarbók (frá 1318) Botta-; Auðunarmáldagi er endurritaður 1360 - Jónsmáldagi - og þá er ritað Botna-. 1394 er máldagabókin ennþá afrituð og aukin og þá er einnig ritað Botna- (DI. II. 472, DI. III. 158, DI. III. 545). Í kaupbrjefi frá 1528: Botnastaðir (DI. IX. 454); Á. M. (um 1700): Botta, en bætir við þeirri athugasemd, að alment sje kallað Botna-. J. B. 1696: Botna- og Ný. Jb. báðar Botna-.
Meira