A-Húnavatnssýsla

Þyrlusveit landhelgisgæslunnar í 31 útkall á Norðurlandi í fyrra

Á heimasíðu Landhelgisgæslunnar segir að metfjöldi útkalla hafi verið hjá flugdeildinni árið 2023.  Alls hafi hún verið kölluð 314 sinnum út, bæði á þyrlum og flugvél, sem er fimmtán útköllum meira en árið 2022. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út 303 sinnum og áhöfnin á TF-SIF í 11 sinnum. 115 útköll voru á fyrsta forgangi, 136 á öðrum forgangi, 51 útkall var á þriðja og 12 á fjórða.
Meira

Uppbygging hraðhleðslustöðvar á Blönduósi

Í fréttatilkynningu frá Teslu og N1 segir að þessi tvö fyrirtæki hafi undirritað rammasamning sem felur í sér áform um uppbyggingu hraðhleðslustöðva við þjónustustöðvar N1 víðs vegar um landið. Markmið N1 með samningsgerðinni er að auka verulega þjónustu við notendur rafbíla og byggja upp víðfeðmt net hraðhleðslustöðva á næstu tveimur árum samhliða uppbyggingu Tesla.
Meira

Það er LEIKDAGUR í dag í Síkinu!

Stólarnir mæta Njarðvík í Síkinu í kvöld kl. 19:15 en dagskráin byrjar samt sem áður kl. 17:00 á Sauðá. Pavel mætir þangað í stutt spjall kl. 17:45 en grillskúrinn byrjar að dæla frá sér hömmurum kl. 18:15. Það er því um að gera að bjóða fjöllunni út af borða í Síkið hvort sem þú ætlar á leikinn eða ekki. Aldrei að vita nema það verði boðið upp á hina geisivinsælu Pavel sósu, sem mér finnst að Kaupfélagið ætti að byrja að fjöldaframleiða. Nú er bara að styðja strákana til sigurs. ÁFRAM TINDASTÓLL!
Meira

Mikill fjöldi svikasímtala erlendis frá sl. daga

Undanfarna sólarhringa hafa þúsundir svikasímtala borist til símnotenda hér landi frá erlendum símanúmerum og sendi Fjarskiptastofa frá sér tilkynningu hvað varðar þetta efni og segir að símanúmerin sem birtast á símum notenda bera með sér að þau komi frá Lúxemborg og Sri Lanka. Númerin sem um ræðir byrja á +352 og +94. Þar sem hér er um svikasímtöl að ræða, framkvæmd með upphringivélum, geta símanúmerin verið skálduð og algjörlega ótengd þessum löndum.
Meira

Sigurður Pétur Stefánsson genginn til liðs við Kormák/Hvöt

Hinn spræki miðjumaður, Sigurður Pétur Stefánsson, er genginn til liðs við Kormák/Hvöt frá Tindastól. Heimkoma Sigurðar er aðdáendum Kormáks/Hvatar vítt og breitt um landið mikið fagnaðarefni og bætist hann við ört stækkandi hóp heimamanna. Siggi hefur alla burði til að verða lykilmaður á miðjunni í sumar og hjálpa Kormáki/Hvöt að ná markmiðum sínum í 2. deildinni. Frá því að hann lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Kormák/Hvöt á 15. aldursári, árið 2018, hefur hann safnað í sarpinn 88 leikjum í meistaraflokksbolta, flesta þeirra með Tindastól, en þar var hann meðal annars valinn leikmaður ársins í fyrra.
Meira

Axel Arnarsson að gera góða hluti í pílu

Á Facebook-síðu Pílukastfélags Skagafjarðar segir að fyrsta umferð DARTUNG, mótaröð fyrir börn og unglinga á aldrinum níu til átján ára, fór fram í aðstöðu Pílufélags Kópavogs í íþróttamiðstöðinni Digranesi laugardaginn 10. febrúar. Pílukastfélag Skagafjarðar átti þar tvo fulltrúa, Axel Arnarsson og Kjartan Arnarsson. Nýtt met var slegið í skráningum en 40 börn og unglingar tóku þátt í þessu fyrsta móti ársins en 2. umferð fer fram 6. apríl í aðstöðu Píludeildar Þórs á Akureyri. Bæði Kjartan og Axel stóðu sig mjög vel en Axel Arnarsson keppti í drengjaflokki 14-18 ára og gerði sér lítið fyrir og fór alla leið í úrslit og endaði í 2. sæti. Það var Dalvíkingurinn Ægir Eyfjörð Gunnþórsson sem sigraði Axel Arnarsson 4-2 í úrslitaleiknum en til gamans má geta að þetta er fyrsta mótið hans Axels. 
Meira

Sterkur kjarni Kormáks/Hvatar styrkist enn

Á Facebook-síðu Kormáks/Hvatar segir að varnar- og miðjumaðurinn Ernir Freyr Guðnason hafi fengið félagaskipti yfir í Kormák/Hvöt.
Meira

AFLATÖLUR | Dagana 4. feb.–10. feb. á Norðurlandi vestra

Á Skagaströnd lönduðu sex bátar og var heildaraflinn tæp 43 tonn í átta löndunum. Aflahæstur var línubáturinn Tryggvi Eðvarðs SH 2 með rúm tólf tonn í einni löndun og var uppistaða aflans þorskur. Þá segir á Facebook-síðu Skagastrandarhafnar að þorskurinn hafi verið vel vænn og útbelgdur.
Meira

Ágætu Skagfirðingar

Þið sem eitthvað þekkið til mín vitið eflaust að mér eru málefni fatlaðra svolítið hugleikin, ekki síst aðgengismál. Ég hef svo sem reynt það á eigin skinni hvað lítið þrep getur verið mikil hindrun fyrir manneskju með göngugrind sem á erfitt með að lyfta fótunum. Í mörgum tilfellum er svo einfalt að sleppa tröppum og hafa þetta bara hallandi. Vissulega höfum við unnið mikið í því að bæta aðgengi og erum enn að. Ég vitna stundum í hana Önnu Pálínu Þórðardóttur þegar rætt er um málefni fatlaðra. Hún komst ekki á bókasafnið fyrr en um sjötugt þegar farið var að bera hana á milli hæða. Mikið sem hún var glöð þegar lyftan kom í Safnahúsið. Hún var fædd árið 1935 og á þeim tíma áttu fatlaðir einstaklingar helst ekki að vera sýnilegir. Síðan þá hefur sem betur fer margt breyst.
Meira

List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum

Á vef SSNV segir frá að List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum um listviðburði eða verkefni á sviði barnamenningar fyrir grunnskólabörn. Starfandi listafólk, stofnanir og aðrir lögaðilar er sinna barnamenningu á einhvern hátt geta sótt um. Umsóknarfrestur er til 17. mars 2024. Valnefnd fer yfir umsóknir. List fyrir alla hefur samtal við þau verkefni sem valnefnd velur. Í framhaldi af því verður útbúinn samningur um greiðsluþætti sem List fyrir alla sér um, svo sem ferðakostnað, laun og uppihald.
Meira