Þyrlusveit landhelgisgæslunnar í 31 útkall á Norðurlandi í fyrra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.02.2024
kl. 13.00
Á heimasíðu Landhelgisgæslunnar segir að metfjöldi útkalla hafi verið hjá flugdeildinni árið 2023. Alls hafi hún verið kölluð 314 sinnum út, bæði á þyrlum og flugvél, sem er fimmtán útköllum meira en árið 2022. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út 303 sinnum og áhöfnin á TF-SIF í 11 sinnum. 115 útköll voru á fyrsta forgangi, 136 á öðrum forgangi, 51 útkall var á þriðja og 12 á fjórða.
Meira