A-Húnavatnssýsla

Kalt og blautt minningarmót GSS

Opna minningarmót GSS fór fram laugardaginn 22. júní í köldu og blautu veðri á Hlíðarendavelli. Tilgangur mótsins var að minnast þeirra góðu félaga sem hafa fallið frá og var keppt í punktakeppni með forgjöf og ein verðlaun voru veitt í punktakeppni án forgjafar. Að loknu móti var boðið upp á vöfflukaffi og kósý í skálanum og gaman er að segja frá því að um helmingur þátttakenda á mótinu voru afkomendur Marteins Friðrikssonar, eins af stofnfélögum klúbbsins sem hefði orðið 100 ára þennan sama dag. 
Meira

Slæmt ástand í vegamálum landsmanna

Skagfirðingar og samgöngumál voru nokkuð í fréttum nú um helgina. Þannig sagði Morgunblaðið frá því að nú væri svo komið að munni Strákaganga væri í lausu lofti og þá sagði Magnús Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunar, í viðtali við Moggann að Hringvegurinn væri ónýtur að stórum hluta.
Meira

Verbúðin í boði VG! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Ég segi mig úr VG vegna svika flokksins við eigin sjávarútvegsstefnu! VG er að færa grásleppuna yfir í gjafakvótakerfið í nafni sérhagsmuna og almannahagsmunir og og stjórnarskrávarin atvinnuréttindi eru fótum troðin. Ekkert í verndun fiskistofna kallar á kvótasetningu með framsali né heldur það að fénýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar í þágu fjármagnseigenda.
Meira

Húnvetningar upp fyrir miðju

Kormákur/Hvöt og Tindastóll voru í eldlínunni í fótboltanum í dag og spiluðu bæði á útivelli. Húnvetningar nældu í mjög mikilvæg þrjú stig suður með sjó en Stólarnir urðu að sætta sig við jafnan hlut í leik sínum gegn Árborg á Selfossi.
Meira

Indverskur kjúklingaréttur með jógúrtsósu

Matgæðingar vikunnar eru Sólrún Björg Þorgilsdóttir og Ólafur Karlsson. Sólrún er fædd og uppalin á Hofsósi en Óli er úr Mosfellsbænum. Þau hafa búið saman á Hofsósi frá byrjun 2019 og eiga þrjár dætur, þær Freyju, Hörpu og Karólínu.
Meira

Byggðastofnun hefur lánað um hálfan milljarð króna til 90 fyrirtækja sem eru í meirihlutaeigu kvenna

Þann 19. júní var Kvennréttindadagurinn sem er hátíðs- og baráttudagur kvenna á Íslandi sem haldið hefur verið upp á frá því að konur fengu fullan kosningarétt til jafns á við karla. Á heimasíðu Byggðastofnununar var birt frétt í tilefni dagsins en þar segir að á síðustu tíu árum hefur stofnunin lánað um hálfan milljarð króna til 90 fyrirtækja sem eru í meirihlutaeigu kvenna í landsbyggðunum í gegnum sérstakan lánaflokk, “Lán til stuðnings atvinnureksturs kvenna”.
Meira

Sameining Húnabyggðar og Skagabyggðar samþykkt með góðum meirihluta atkvæða

Og þá eru eftir tvö! Íbúar Skagabyggðar og Húnabyggðar hafa nú síðustu vikur kosið um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Kosningu lauk í dag og niðurstöður hafa þegar verið kynntar en sameingin var samþykkt með talsverðum mun; um það bil 75% þeirra sem kusu í Skagabyggð samþykktu sameiningu og um 90% sögðu já á Húnabyggð.
Meira

Grilluð hörpuskel og pastasalat

Matgæðingar vikunnar í tbl 28 í fyrra voru Steinunn Gunnsteinsdóttir og Jón Eymundsson en þau búa í Iðutúninu á Króknum. Þau eiga þrjú börn og Steinunn starfar hjá Upplýsingamiðstöðinni á Króknum sem staðsett er í 1238 húsinu og Jón hjá K-Tak.
Meira

Úthlutun úr atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra

Á vef Húnaþings vestra segir að Byggðarráð samþykkti úthlutun úr atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra fyrir árið 2024 á 1216. fundi sínum sem fram fór þann 19. júní sl. Alls bárust fjórar umsóknir í sjóðinn. Samtals var óskað eftir kr. 5.519.500. Til úthlutunar voru 2 milljónir.
Meira

Jónsmessuhátíð FHS í Árgarði

Hin árlega Jónsmessuhátíð Félags harmonikuunnenda í Skagafirði verður haldin um helgina í félagsheimilinu Árgarði og byrjar fjörið á dansleik í kvöld kl. 20:00. Hljómsveit félagsins, Norðlensku molarnir, spila fyrir dansi bæði í kvöld og á morgun, laugardag, ásamt gestahljómsveitum.
Meira