A-Húnavatnssýsla

Heita vatnið að verða búið á Króknum - ákall til íbúa að spara eins og hægt er

Í morgun þegar blaðamaður staulaðist út var -17 stiga frost úti og samkvæmt veðurspánni átti þetta að verða kaldasti dagurinn. Þegar svona kuldatíðir hafa verið í vetur hafa Skagafjarðaveitur gert allt, í samvinnu við bæði fyrirtæki og Sveitarfélagið, t.d. með að hætta að hita upp sundlaugar í friðinum, til að halda heitavatnsbirgðunum í sæmilegu standi. Það er nefnilega nokkuð ljóst að íbúar hækka hitann á ofnunum þegar kalt er í veðri. Staðan í morgun var hins vegar ekki góð þegar birgðirnar voru skoðaðar og er nú ákall til íbúa Skagafjarðar að skoða í eigin barm og spara heita vatnið eins og hægt er. Ef notkunin heldur áfram eins og hún hefur verið verður staðan alls ekki góð og líklegt að heita vatnið klárist innan nokkurra klukkutíma.   
Meira

Samanburður á orkukostnaði heimila árið 2023

Á heimasíðu Byggðastofnunar segir að líkt og undanfarin ár hefur stofnunin fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli, við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni, á flestum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m² að grunnfleti og 350m³. Almenn raforkunotkun er sú raforka sem er notuð í annað en að hita upp húsnæði, s.s. ljós og heimilistæki, en miðað er við 4.500 kWst í almennri rafmagnsnotkun og 28.400 kWst við húshitun án varmadælu en 14.200 kWst með varmadælu.
Meira

Kaupfélag Skagfirðinga og Steinull hf. fengu úthlutað úr flutningsjöfnunarsjóði

Í skýrslu sem gefin var út af innviðaráðherra um framkvæmd svæðisbundinnar flutningsjöfnunar á árinu 2023 segir að þetta sé í ellefta skipti sem styrkir af þessu tagi séu veittir. Úthlutað hafi verið 164,4 milljónum kr. af þeim 166,6 m.kr. sem heimild hafi verið fyrir en alls fengu 86 umsækjendur styrk og var heildarfjárhæð samþykktra styrkumsókna 300,9 m.kr. og því útgreiðsluhlutfallið 54,6%.
Meira

Fjölskyldufjör á 1-1-2 deginum

Í tilefni 1-1-2 dagsins ætlar Björgunarsveitin Skagfirðingasveit að hafa opið hús með fjölskyldustemningu á laugardaginn 10.febrúar frà kl.13-16 að Borgarröst 1 á Sauðárkróki. Öll tæki verða sett út à plan og inni verða settar upp stöðvar þar sem fjölskyldan getur spreytt sig í alls konar leikjum/þrautum, litað og fleira og að lokum (nú eða á undan) keypt sér kaffi, djús og vöfflur.
Meira

Aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru mannréttindi

Aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu eru grundvallarmannréttindi. Hér á landi höfum við búið við traust opinbert heilbrigðiskerfi þar sem öll eiga sama rétt til þjónustu óháð efnahag og stöðu. Um það er þjóðarsátt.
Meira

Borðspiladagur á bókasafninu

Á vef Héraðsbókasafnsins segir frá mjög skemmtilegum viðburði en í dag munu Hilmar Kári Hallbjörnsson frá borðspil.is og Guðbergur Haraldsson heimsækja bókasafnið og kynna spil. Klukkan 17 verður kynning fyrir fjölskyldur og klukkan 20 fyrir fullorðna. Spilin verða uppstillt og Hilmar og Beggi kenna gestum reglurnar og leyfa þeim að prófa. Það er því nóg að mæta með góða skapið.
Meira

Liðsstyrkur í Skagafjarðarprestakalli

Í október var auglýst eftir presti í Skagafjarðarprestakalli eftir að séra Dalla Þórðardóttir lagði fram beiðini til biskups Íslands um lausn frá embætti. Engin umsókn barst um stöðuna og því hafa nú verið starfandi tveir prestar í prestakallinu síðan um áramót. 
Meira

Spennandi vorönn hjá Farskólanum

Farskólinn miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra bíður uppá mörg spennandi námskeið vorið 2024. Þessi námskeið eru blanda af vefnámskeiðum sem hægt er að sitja hvaðan sem er og staðnámskeiðum sem eru í boði á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki.
Meira

Listafólk á Norðurlandi vestra athugið!

"Fegrunarmörk" er listasýning sem ætlar að fagna hugmyndina um fegurð í öllum fjölbreytileika sínum. Við vonumst til að ögra hefðbundnum gildum um fegurð og skoða sérstaklega þau einkenni einstaklinga og listaverka sem gerir þau aðdáunarverð. Við vonumst til að sýna fjölbreytt verk frá listafólki í héraði, með þeirra eigin túlkunum á mannlegri fegurð. Málverk, ljósmyndir, blönduð tækni, þrívíð verk (skúlptúrar) og/eða innsetningar. Sýningin býður áhorfandanum að velta fyrir sér samfélagslega viðurkenndum gildum og umfaðma fegurðina sem býr í ófullkomleikanum.
Meira

Selt til góðs !

Á heimasíðu Grunnskóla austan Vatna segir að nemendur á unglingastigi hafa haft umhverfisvæna skiptislá í stofunni hjá sér í að verða tvö skólaár. Nemendur koma með föt á slána og þar fær fatnaðurinn framhaldslíf í nýjum höndum og hjá öðrum eigendum. Upp kom sú hugmynd að útfæra þetta enn frekar og halda flóamarkað til styrktar nemendafélagi skólans.
Meira