Matvælaráðherra úthlutar rúmlega 491 milljónum úr Matvælasjóði
Bjarkey Gunnarsdóttir Olsen matvælaráðherra hefur úthlutað um 491 milljónum króna úr Matvælasjóði. Alls hljóta 46 verkefni styrk upp á alls 491,2 m.kr en 198 umsóknir bárust til sjóðsins. „Matvælasjóður spilar lykilhlutverk til að frjóar hugmyndir og lífvænleg verkefni í matvælaframleiðslu og -vinnslu nái að dafna og vaxa“ segir matvælaráðherra. „Það er jafnframt gleðiefni að sjá að úthlutanir dreifast nokkuð jafnt á milli kynja og að skipting milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar er í góðu jafnvægi“.
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskra matvæla. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum. Sjóðurinn fylgir eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í þessum tilgangi styrkir sjóðurinn verkefni og rannsóknir einstaklinga og lögaðila.
Hægt var að sækja um í fjóra mismunandi flokka...
Í flokknum BÁRA fengu
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir úthlutað 3.000.000 kr. í verkefnið Valhumall, lífrænt vottuð matvælaframleiðsla.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir úthlutað 2.250.000 kr. í verkefnið lífrænt vottuð matvælavinnsla.
Stefanía Hjördís Leifsdóttir úthlutað 3.000.000 kr. í verkefnið Geitamysa, verðmæt afurð.
Í flokknum AFURÐ fékk
María Eymundsdóttir úthlutað 10.444.644 kr. í verkefnið Ræktun burnirótar í Aeroponic.
Hér er hægt að nálgast skýrslu Matvælaráðherra um úthlutunina.
Feykir óskar styrkhöfum til hamingju með styrkina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.