A-Húnavatnssýsla

1-1-2 dagurinn haldinn hátíðlegur um sl. helgi

Á Norðurlandi vestra var 1-1-2 dagurinn, sem var sunnudaginn 11. febrúar, haldinn hátíðlegur á Hvammstanga, Blönduósi og á Sauðárkróki.
Meira

Opnunartíminn hjá Skíðasvæði Tindastóls í vetrarfríinu

Skíðasvæði Tindastóls áætlar að hafa opið allt vetrarfríið og því um að gera að kíkja á skíði með krakkana. Tala nú ekki um ef þið hafið aldrei farið því hægt er að leigja allan búnað á staðnum, bæði snjóbretti og skíði. Opnunartíminn verður þannig að 15.-16. febrúar er opið frá 12-19, helgina 17.-18. febrúar er opið frá 11-16, vikuna 19.-23. febrúar er opið frá 12-19 og svo helgina 24.-25. febrúar er opið frá 11-16.
Meira

Sveiflukóngurinn 80 ára

Geirmundur Valtýsson er landsmönnum góðu kunnur eftir að hafa skemmt Íslendingum í áratugi. Í tilefni 80 ára afmælis hans 13. apríl næstkomandi ætlar úrval hljóðfæraleikara og söngvara að flytja öll hans vinsælustu lög í Eldborgarsal Hörpu 6. apríl , honum til heiðurs.
Meira

Fjölskyldufjör í Glaumbæ

Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir skemmtilega dagskrá fyrir börn og aðstandendur þeirra í vetrarfríinu fimmtudaginn 15. febrúar, frá kl. 12-16.
Meira

Helgistund í Hóladómkirkju

Að kvöldi sprengidags, þriðjudaginn 13.febrúar kl: 20:00 verður helgistund í Hóladómkirkju. Séra Halla Rut Stefánsdóttir messar, kirkjukórinn leiðir sönginn og organisti verður Jóhann Bjarnason. 
Meira

Skagfirðingar aftur í sund

Eftir hörkufrosta-kafla opnuðu sundlaugarnar á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð á ný í dag mánudaginn 12. febrúar, samkvæmt opnunartíma, en eins og tilkynnt var á dögunum þurfti að loka laugunum vegna skorts á heitu vatni.
Meira

Álagningarseðill fasteignargjalda

Á dögunum gaf sveitarfélagið út álagningarseðla vegna fasteignagjalda árið 2024. Í ljósi þess og þeirrar umræðu sem við höfum orðið vör við í kjölfarið langar mig að setja nokkur orð á blað um tilurð þessara gjalda og stöðu sveitarfélagsins gagnvart þeim.
Meira

Sundlaug Sauðárkróks opnar aftur í fyrramálið

Á Facebook-síðunni Sundlaug Sauðárkróks segir ,,Byrjað er að hita upp pottana og laugina. Opnum kl. 6:50 í fyrramálið, 12. febrúar." Það er því um að gera að gera sér ferð í sundlaugina á morgun eftir nokkurra daga lokun.
Meira

Sítrónuostakaka í boði Sigurveigar og Inga

Matgæðingar vikunnar í tbl 12, 2023, eru Króksararnir Sigurveig Anna Gunnarsdóttir og kærastinn hennar Ingi Sveinn Jóhannesson. Sigurveig er dóttir Guðnýjar og Gunna Gests og Ingi Sveinn er sonur Fríðu og Jóa á Gauksstöðum. Þau búa saman í London þar sem Sigurveig er að gera góða hluti sem tískuljósmyndari. „Við erum matarfólk og finnst fátt skemmtilegra en að elda,“ segir Sigurveig.
Meira

Rabb-a-babb 223: Arnar Skúli

Nú er það Arnar Skúli Atlason sölu- og þjónusturáðgjafi hjá VÍS, barþjónn á Kaffi Krók, leiklýsandi á visir.is á heimaleikjum Tindastóls, skemmtikraftur og margt múligt maður sem ætlar að tækla Rabbið í þetta skiptið. Arnar Skúli er einn af þeim sem fær mann til að brosa bara af að horfa á hann, með einlægninni sinni. Arnar Skúli er fæddur árið 1991 á því ári var síðasti sjónvarpsþátturinn af Dallas sendur út og Borgarkringlan var opnuð við Kringluna. 
Meira