Harmonikuunnendur hér er eitthvað fyrir ykkur
Dagana 14. - 16. júní fer fram Harmonikuhátíð fjölskyldunnar í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka, Miðfirði. Það eru harmonikufélögin Nikkólína og Grettir sem standa að hátíðinni og samkvæmt dagskránni fara fram dansleikir bæði á föstudagskvöldínu frá kl. 21:00 til kl. 01 eftir miðnætti og á laugardagskvöldinu frá kl. 20 og til miðnættis. Þá verður einnig glæsileg skemmtidagskrá á laugardeginum og verður t.d. happdrætti og kaffihlaðborð frá klukkan 14:00.
Á fréttasíðunni huni.is segir að Harmonikuhátíð fjölskyldunnar hefur verið haldin árlega í mörg ár á Laugarbakka og ávallt verið í umsjón harmonikuunnenda úr Dölunum og Húnavatnssýslum. Harmonikufélagið Nikkólína hefur starfað í Dölunum um árabil eða allt frá árinu 1981 og Harmonikufélagið Grettir var stofnað í Húnaþingi vestra frá árinu 2022 en forveri þess voru Harmonikuunnendur í Húnavatnssýslum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.