Margrét Petra ráðin verkefnastjóri í barnavernd
Á vef sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að gengið hefur verið frá ráðningu Margrétar Petru Ragnarsdóttur í stöðu verkefnastjóra í barnavernd sem auglýst var laust til umsóknar í lok maí.
Margrét Petra er með BA og MA próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og er með gild starfsréttindi sem félagsráðgjafi. Hún hefur starfað sem ráðgjafi á fjölskyldusviði Skagafjarðar frá september 2021, fyrst sem félagsráðgjafi í félagsþjónustu og barnavernd. Undanfarið hefur hún starfað sem tengiliður í þágu farsældar barna og komið að innleiðingu farsældarlaganna og mótun verkferla því tengdu.
Margrét Petra tekur við starfi verkefnastjóra í barnavernd þann 15. júlí nk.
Feykir óskar Margréti til hamingju með nýtt starf.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.