Líf og fjör á Blönduósi um helgina.

Það verður líf og fjör á Blönduósi um helgina þegar bærinn fyllist af börnum til að taka þátt í Sjóvá Smábæjarleikunum sem fara fram í 20. skiptið næskomandi helgi. Keppt er í knattspyrnu í stúlkna- og drengja 5.,6.,7., og 8., flokki. Föstudaginn 14. júní er móttaka keppnisliða í norðursal Íþróttamiðstöðvarinnar og laugardaginn 15. júní er mótssetning á íþróttavellinum. 

Fjölbreytt og skemmtileg dagská verður í boði að vanda en meðal þess sem í boði verður er, Handbendi brúðuleiksýninguna frá Hvammstanga verður með sýninguna Með vindinum liggur leiðin heim  á laugardeginum kl.17 og verður hún sýnd í Félagsheimilinu á Blönduósi en sýningin heitir eftir samnefndri bók Auðar Þórhallsdóttur og styrkt af Leikfélagi Blönduóss og er því aðgangseyrir 1.000 krónur.

Á laugardagskvöldin fer svo fram kvöldverður og kvöldskemmtun í Félagsheimilinu samkvæmt venju, mótið heldur svo áfram á sunnudeginum og eru áætluð mótslok um klukkan 13. Hvetjum við öll til að kíka við og hvetja krakkana. 

Dagskrá Smábæjarleikanna á Blönduósi má sjá á facebooksíðu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir