A-Húnavatnssýsla

Rabb-a-babb 223: Arnar Skúli

Nú er það Arnar Skúli Atlason sölu- og þjónusturáðgjafi hjá VÍS, barþjónn á Kaffi Krók, leiklýsandi á visir.is á heimaleikjum Tindastóls, skemmtikraftur og margt múligt maður sem ætlar að tækla Rabbið í þetta skiptið. Arnar Skúli er einn af þeim sem fær mann til að brosa bara af að horfa á hann, með einlægninni sinni. Arnar Skúli er fæddur árið 1991 á því ári var síðasti sjónvarpsþátturinn af Dallas sendur út og Borgarkringlan var opnuð við Kringluna. 
Meira

Útileikur í kvöld hjá Meistaraflokki karla á móti Stjörnunni kl. 19:15

Jesús minn - hvernig er hægt að gleyma því að það sé leikur í kvöld... Mér tókst það næstum því. En Meistaraflokkur karla á leik við Stjörnuna og verður spennandi að fylgjast með vini okkar, honum Keyshawn Woods, í sínum fyrsta leik fyrir Tindastól á þessu tímabili.
Meira

Ertu búin/n að skrá þig á námskeið hjá Farskólanum?

Í næstu viku verða fjögur námskeið í boði hjá Farskólanum. Það eru: Ríkara líf - þakklæti og haimgja, 360 gráðu heilsa, Áleggsgerð og Úrbeining, og um að gera að skrá sig á þau námskeið sem ykkur líst á:) Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjöldin að fullu fyrir sína félagsmenn. (Þátttakendur greiða sjálfir fyrir hráefni þar sem það á við) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minna þau aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Meira

Skíðasvæði Tindastóls opið í dag frá 14-19

Já það er ekki margir dagarnir sem Skíðasvæði Tindastóls hefur náð að vera með opið því hvíta gullið var lengi að safnast saman í fjallinu. En staðan í dag er hins vegar allt önnur og nóg af snjó, logn og frábært færi þó kalt sé. Skíðasvæðið verður þar með opið í dag frá kl. 14 til 19 og hægt verður að fara í neðri svæðið, töfrateppið og göngubrautina og er einnig áætlað að hafa opið yfir helgina milli kl. 11-16. Sigurður Hauksson, staðarhaldari, segir að hann vinni hörðum höndum í að koma efra svæðinu í gagnið og á hann von á því að hægt verði að renna sér á því svæði í næstu viku eða um næstu helgi.
Meira

Bilun í símkerfi 112

Bilun er í símkerfi Neyðarlínunnar, eins og staðan er núna, ásamt netspjallinu þeirra. Verið er að vinna í að finna út hvað veldur þessari bilun og er fólki bent á að hringja aðeins í ítrustu neyð í eftirfarandi símanúmer, 864-0112, 849-5320 eða 831-1644.
Meira

Hvað VG hefur gert í loftslagsmálum?

Kópernikusar miðstöðin - loftslagsmiðstöð Evrópusambandsins gaf á dögunum út frétt um ástand lofthjúpsins árið 2023. Skemmst er frá því að segja að árið var það hlýjasta frá upphafi mælinga og mældist meðalhiti jarðar 1.48°C umfram meðaltals hitastigs jarðar fyrir iðnbyltingu. Þessar fréttir koma því miður ekki á óvart og segja okkur að þrátt fyrir fögur fyrirheit þjóða heims, sem síðast ályktuðu á COP28 í Dubaí í desember, ganga aðgerðir til að draga úr loftslagsbreytingum af mannavöldum allt of hægt. Of lítið er að gert til að koma í veg fyrir það mikla tjón sem viðbúið er að verði á öllu lífhvolfinu ef fram fer sem horfir.
Meira

Íbúum á Norðurlandi vestra fækkar á milli ára

Á huni.is segir að samkvæmt tölum frá Þjóðskrá um íbúafjölda sveitarfélaga 1. febrúar síðastliðinn er Norðurland vestra nú fámennasti landshluti Íslands. Vestfirðir hafa áður verið fámennasti landshlutinn en nú eru Vestfirðingar orðnir fjölmennari en íbúar á Norðurlandi vestra. Munurinn er ekki mikill en á tímabilinu 1. desember 2023 til 1. febrúar 2024 fjölgaði íbúum Vestfjarða um 32 en á Norðurlandi vestra fækkaði íbúum um 13. Vestfirðingar eru nú 7.509 talsins en íbúar á Norðurlandi vestra 7.488 talsins, munurinn er 21 íbúi. Íbúum fækkar í öllum sveitarfélögum Húnavatnssýslna en fjölgar í Skagafirði.
Meira

Birnir og Emilía vinsælustu eiginnöfnin árið 2023

Á heimsíðu Þjóðskrár segir að Birnir hafi verið vinsælasta fyrsta eiginnafnið meðal nýfæddra drengja á síðasta ári en 30 drengjum var gefið nafnið Birnir, næst vinsælustu nöfnin voru Emil, Elmar og Jón. Emilía var vinsælasta nafnið meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn, en 23 stúlkum var gefið nafnið Emilía, þar á eftir voru nöfnin Sara, Sóley, Embla og Aþena.
Meira

Kvenfélagið Iðja í Húnaþingi vestra gefur vaxbað

Fulltrúar frá Kvenfélaginu Iðju í Húnaþingi vestra komu færandi hendi sl. mánudag í föndurstarf sem sveitarfélagið heldur úti fyrir bæði eldri borgara og öryrkja í Nestúni 4-6 á Hvammstanga á mánudögum og fimmtudögum milli kl. 15-18. Gjöfin sem Kvenfélagið gaf er vaxbað sem er gjarnan notað fyrir þreyttar og stirðar hendur og hentar því sérstaklega vel fyrir handavinnufólk. Höndunum er dýft í heitt vaxið og það látið vera á höndum í 15-20 mínútur. Þessi paraffin-vaxmeðferð er talin hafa verkjastillandi áhrif ásamt því að gefa húðinni aukinn raka og mýkt.
Meira

1-1-2 dagurinn í Húnaþingi vestra

Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá er 112 dagurinn nk. sunnudag, 11. febrúar, og verður dagurinn haldinn hátíðlegur um allt land. Af því tilefni ætla viðbragðsaðilar í Húnaþingi vestra að efna til hópaksturs um Hvammstanga. Allir fá að fara með í bílana meðan pláss leyfir og verður lagt af stað í hópaksturinn frá Húnabúð - slökkvistöð kl. 16:00.
Meira