A-Húnavatnssýsla

Meistaraflokkur kvenna sótti tvö stig í Skógarselið um helgina

Sl. laugardagskvöld sótti meistaraflokkur kvenna í Tindastól tvö stig í Skógarsel í Reykjavík þegar þær mættu ÍR-ingum, lokastaðan í leiknum var 56-87.
Meira

Mexíkósk kjúklingasúpa og eplabaka

Matgæðingar vikunnar í tbl 10, 2023, eru Ísak Óli Traustason og Bríet Guðmundsdóttir. Ísak og Bríet eru búsett á Sauðárkróki ásamt Maroni Helga syni sínum. Ísak er íþróttakennari í Árskóla og stundar frjálsar íþróttir og Bríet vinnur á pósthúsinu. „Við reynum að elda sem oftast heima og okkur finnst gaman að bjóða vinum og fjölskyldu í mat og góða samverustund,“ segir Ísak Óli.
Meira

Lambalundir með sætkartöflumús og sveppasósu

Matgæðingar vikunnar í tbl 9, 2023, eru Skagfirðingarnir Margrét Helga Hallsdóttir og Helgi Freyr Margeirsson. Margrét vinnur í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Helgi í útibúi Landsbankans á Króknum auk þess sem hann er þjálfari meistaraflokks kvenna í körfunni ásamt ýmsu öðru. Þau eiga saman þrjú börn, Hall Atla, Maríu Hrönn og Hólmar Daða.
Meira

Gaman að flestri handavinnu, allt frá því að skreyta kökur yfir í prjón

Auður Haraldsdóttir, er uppalin á Siglufirði en flutti á Sauðárkrók fyrir 33 árum. Hún lauk stúdentsprófi frá FNV og hefur aðallega unnið við skrifstofustörf síðan þá, t.d. hjá Pósti og síma, sem ritari á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki en síðustu 20 ár hjá RARIK.
Meira

UMSS með þrjá fulltrúa á Reykavíkurleikunum

UMSS er með þrjá fulltrúa á  Reykjavík International í frjálsum. Reykjavíkurleikarnir eru haldnir til að auka samkeppnishæfni íslenskra íþróttamanna og draga úr ferðakostnaði þeirra með því að búa til einstakan alþjóðlegan viðburð í Reykjavík sem dregur til sín sterka erlenda keppendur. Íþróttamenn þurfa að ná árangri á tímabilinu 1. okt. 2023 – 30. jan 2024 til að komast inn á topplistann.
Meira

Sigur í gær

Með hækkandi sól og nýjum mánuði var langþráður sigurleikur hjá Tindastól í Subwaydeildinni í gærkvöldi. Breiðablik heimsótti Síkið og bauð uppá hörku leik.
Meira

Opið fyrir umsóknir í Byggðarannsóknasjóð

Byggðastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Byggðarannsóknasjóði. Tilgangur sjóðsins er að efla byggðarannsóknir og veita styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem stuðlað geta að jákvæðri byggðaþróun og bæta þekkingargrunn fyrir stefnumótun, áætlanagerð og aðgerðir á sviði byggðamála. Umsóknarfrestur er til miðnættis 3. mars 2024.
Meira

„See the good“ Sjáðu það góða

Árskóli fékk góða heimsókn frá Finnlandi nýverið þegar þær stöllur Kaisa og Elina kynntu fyrir öllu starfsfólki Árskóla aðferðafræðina “See the good” en hún gengur út á að vinna með styrkleika nemenda í anda jákvæðrar sálfræði.
Meira

Þvílík tíðindi úr Síkinu

Á Facebooksíðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að samið hafi verið við bandaríska leikmanninn Keyshawn Woods um að leika með liðinu það sem eftir er af leiktíð vetrarins. Það þarf vart að kynna Keyshawn Woods fyrir stuðningsmönnum Tindastóls.
Meira

Partýljón í Sæmundarhlíð

Sonja Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og Sigurjón Leó Vilhjálmsson eru Skagfirðingar sem búa ásamt þremur börnum sínum á Ljónsstöðum í Sæmundarhlíð. Þau eru hjónin á bak við nýtt fyrirtæki sem heitir því skemmtilega nafni Partýljón. Sigurjón vinnur sem smiður og Sonja er í fæðingarorlofi eins og er. En eins og nafnið á nýja fyrirtækinu gefur til kynna er hér um að ræða eitthvað meira en mjög spennandi. Hver elskar ekki gott partý?
Meira