A-Húnavatnssýsla

Teitur Björn sækist eftir efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokks

„Ég býð mig fram til að leiða lista Sjálfstæðiflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að leggja til að þing verði rofið og þar með boðað til alþingiskosninga var hárrétt. Kyrrstaða í málum sem eru jafn mikilvæg framtíð þjóðarinnar og raun ber vitni er óásættanleg,“ segir í tilkynningu frá Teiti Birni Einarssyni, öðrum þingmanni Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi.
Meira

Opnað fyrir umsóknir um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni. Ríkisstofnanir geta sótt um styrki til að ráða í óstaðbundin störf á þeirra vegum utan höfuðborgarsvæðisins. Veittar verða allt að 150 milljónir kr. í þessum tilgangi af byggðaáætlun.
Meira

Flunkunýr Feykir kominn út

Það klikkaði ekki í morgun frekar en allflesta miðvikudag1 að Feykir kom ylvolgur úr prentun í Hafnarfirði. Blaðið er í klassísku 12 síðna Feykis-broti og prentað í fjórlit. Að þessu sinni er opnuviðtalið við Óla Björn Pétursson sem auk þess að starfa í Mjólkursamlagi KS rekur filmufyrirtækið Filmbase á Króknum.
Meira

Tímalaus klassík í Bifröst

Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi í gær þriðjudaginn 15. október, Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur en tónlistin í verkinu er eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Ávaxtakarfan er orðin að tímalausri klassík á Íslandi og gaman frá því að segja að í ár eru 20 ár síðan Leikfélag Sauðárkróks setti Ávaxtakörfuna á svið.
Meira

Víða hálka á Norðurlandi vestra

Það voru kannski fleiri en blaðamaður Feykis sem trúði því ekki að skipta þyrfti um dekk á bílnum alveg strax og áttu jafnvel von á því að þetta tæki stutt af og færi jafn hratt og það kom. Skemmst er frá því að segja að bíllinn minn á tíma í dekkjaskipti á morgun og stóð tæpt að blaðamaður kæmist til vinnu í morgun, slík var hálkan að heiman til vinnu.
Meira

Áhrifaríkar sjálfbærniaðgerðir og auðveldari ákvarðanataka frumkvöðla

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) óskar eftir frumkvöðlum, fyrirtækjum og ráðgjöfum til að taka þátt í nýju, alþjóðlegu verkefni, sem miðar að því að hjálpa litlum og meðalstórum fyrirtækjum að innleiða áhrifaríkar sjálfbærniaðgerðir og auðvelda ákvarðanatöku.
Meira

Sláturgerð og samvera

Nú er búið að efna til hópsláturgerðar í Félagsheimilinu á Blönduósi nk. sunnudag 20. október frá klukkan 13:00-16:00.
Meira

Við erum á allt öðrum stað | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Verðbólga á evrusvæðinu náði hámarki í október 2022 miðað við samræmda vísitölu neyzluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu og mældist þá 10,6%. Á sama tíma var verðbólga á Íslandi á sama mælikvarða 6,4%. Eftir það fór verðbólga á evrusvæðinu minnkandi en byrjaði ekki að minnka hér á landi fyrr en í febrúar 2023. Ástæðan er sú að verðbólgan hér hefur verið nokkrum mánuðum á eftir stöðu mála innan svæðisins. Verðbólgan fór með öðrum orðum fyrr upp á evrusvæðinu en hér á landi og fyrir vikið er hún seinni niður hér
Meira

FNV hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Þorkell. V. Þorsteinsson, settur skólameistari, tók á móti viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar fyrir hönd FNV, á árlegri viðurkenningarathöfn sem haldin var 3. október sl. 
Meira

Ríkisstjórnarsamstarfinu slitið og kosningar væntanlega í nóvember

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem á annað borð hefur fylgst með dramatíkinni á stjórnarheimilinu að samstarfið hefur um tíma hangið á bláþræði. Í dag kallaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra til fundar í Stjórnarráðinu þar sem hann tilkynnti að rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar og Vinstri grænna hafi verið slitið.
Meira