A-Húnavatnssýsla

Svavar Knútur í Krúttinu í kvöld

Svavar Knútur söngvaskáld fagnar nú útgáfu á nýjustu plötu sinni, Ahoy! Side B, með tónleikum um landið vítt og breitt. Í kvöld mætir kappinn til leiks í Krúttinu á Blönduósi og hann mun syngja lög vítt og breitt af ferli sínum og segja sögur af ferðlögum, löndum og lýðum. Börn eru velkomin í fylgd með foreldrum.
Meira

Kúrekaþema í árlegri kvennareið í Austur-Húnavatnssýslu

Hin árlega kvennareið Austur-Húnavatnssýslu verður farin laugardaginn 22. júní. Lagt verður af stað frá Auðólfsstöðum klukkan 15:00. Frá Auðólfsstöðum á að ríða Æsustaðaskriðurnar eftir gamla veginum í Ártún og þaðan eyrarnar í hlöðuna í Húnaveri.
Meira

Búminjasafnið í Lindabæ og Samgöngusafnið í Stóragerði búin að opna fyrir gesti

Bíla og tækjasöfn Skagafjarðar hafa nú opnað fyrir gesti en Búminjasafnið í Lindabæ opnaði þann 1. júní og er opið alla daga frá kl. 13-17. Samgöngusafn Skagafjarðar opnaði á laugardaginn var og er einnig opið alla daga vikunnar frá kl. 11-17. Nýir sýningargripir bætast við söfnin á hverju ári og er einnig hægt að gæða sér á vöfflum og með því á báðum stöðum alla daga. 
Meira

Fínasta veður í dag, 17. júní

Á vedur.is segir að á Norðurlandi vestra verði hæg breytileg átt, þurrt og bjart veður og á hitinn að vera frá 10 til 16 stig á svæðinu. Það er því tilefni til að njóta dagsins utandyra í dag, 17. júní. 
Meira

Í dag er 80 ára lýðveldisafmæli Íslands

Í dag, 17. júní, eru 80 ár liðin frá stofnun lýðveldisins og af því tilefni eru hátíðarhöld um allt land. Ekki láta íbúar á Norðurlandi vestra deigan síga í þeim efnum en vegleg dagskrá er á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga í tilefni dagsins. Feykir óskar Íslendingum nær og fjær til hamingju með daginn.
Meira

Sterkt stig til Húnvetninga

Engin mörk voru skoruð í leik Kormáks Hvatar og Ægis í 2. deildinni sem fram fór í Þorlákshöfn sl. föstudasgkvöld. Fyrir leikinn var Ægir í 4. sæti með ellefu stig og Kormákur Hvöt í 9. sæti með sjö stig. Það má því sannarlega segja að þetta hafi verið sterkt og mikilvægt stig sem Húnvetningar kræktu í fyrir austan fjall.
Meira

„Finnst amma alltaf vera hjá mér þegar ég er að gera handavinnu“

Helga Þórey og fjölskylda fluttu í Skagafjörðinn haustið 2018 og eru búin að koma sér vel fyrir á Hofsósi, þar líður þeim best. Helga Þórey er ættuð úr Óslandshlíðinni, afi hennar og amma, Leifur og Gunna, voru bændur á Miklabæ. Hún var svo lánsöm að fá að eyða miklum hluta æsku sinnar hjá þeim. Helga Þórey er fædd og uppalin á Akureyri, en varði sumarfríunum í sveitinni hjá ömmu og afa, sem var svo dýrmætt.
Meira

Nýjar sýningar opna í Áshúsi í Glaumbæ

Nú er sumarvertíðin hafin hjá Byggðasafni Skagfirðinga. Sumarstarfsfólk er að tínast inn til starfa og fjör að færast yfir safnsvæðið. Árstíðaskiptunum fylgja alltaf ný verkefni, sumarið er að sumu leyti uppskeruhátíð eftir vetrarverkin hjá Byggðasafni Skagfirðinga, en veturinn hefur að snúist um yfirferð sýninga á safnsvæðinu.
Meira

Bjórhátíðin heppnaðist með ágætum

Bjórhátíðin á Hólum 2024 var sú tólfta í röðinni og heppnaðist hún með ágætum. Þó nokkur hópur fólks lagði leið sína til Hóla í Hjaltadal til að taka þátt í hátíðinni og kynna sér innlenda bjórframleiðslu.
Meira

Lengi lifi brúðuleikhús!

Brúðulistahátíðin HIP FEST 2024 (Hvammstangi International Puppetry Festival) verður haldin á Hvammstanga dagana 21.-23. júní. Hátíðin er haldin annað hvert ár en þetta mun vera í fjórða skiptið sem hátíðin fer fram. Áhugasamir geta tekið þátt í námskeiðum, notið sýninga, samverustunda og alls sem tengist brúðuleik.
Meira