A-Húnavatnssýsla

Fullt út úr dyrum í útgáfufögnuðinum hjá Magnúsi

Feykir sagði frá því um helgina að í tilefni útkomu bókarinnar Öxin, Agnes og Friðrik eftir Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum yrði haldin útgáfuhátíð í Reykjavík í gær. Það er skemmst frá því að segja að það var fullt út úr dyrum í Penninn Eymundsson í Austurstræti.
Meira

Arna Lára vill leiða lista Samfylkingarinnar

Arna Lára Jóns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarðar, hef­ur ákveðið að gefa kost á sér til þess að leiða lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi en BB.is segir í frétt að Arna Lára hafi undanfarna daga verið sterklega orðuð við framboð fyrir Samfylkinguna.
Meira

Ólafur Adolfsson skipar efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fkom saman í Borgarnesi í dag og var framboðslisti flokksins samþykktur einróma segir í frétt á vefsíðu flokksins. Ljóst var að breytingar yrðu á oddvitasæti flokksins þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ákvað að færa sig í Kragann. Ólafur Adolfsson og Teitur Björn Einarsson höfðu báðir sóst eftir efsta sæti listans en Teitur Björn ákvað í morgun að sækjast eftir öðru sæti listans. Ólafur var því sjálfkjörinn í efsta sætið.
Meira

Húnvetnskur bóndi fluttur suður með sjúkraflugi í kjölfar vinnuslyss

Sagt var frá því í fjölmiðlum í dag að bóndi í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu var flutt­ur með sjúkra­flugi til Reykja­vík­ur til aðhlynn­ing­ar eft­ir að hafa orðið fyr­ir efna­bruna eft­ir stíflu­eyði. Mbl.is segir að slysið hafi átt sér stað fyr­ir utan sveita­bæ bónd­ans, ekki langt frá Skaga­strönd, fyr­ir há­degi í dag.
Meira

Útgáfufagnaður í Eymundsson vegna nýrrar bókar Magnúsar á Sveinsstöðum

Öxin, Agnes og Friðrik. Síðasta aftakan á Íslandi – aðdragandi og eftirmál nefnist ný bók eftir Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum. Í tilefni af útkomu bókarinnar er boðið til útgáfufagnaðar mánudaginn 21. október í versluninni Eymundsson í Austurstræti í Reykjavík og hefst fögnuðurinn stundvíslega kl. 17 þar sem allir eru velkomnir.
Meira

Vonskuveður gengur yfir landið

Veðurstofan varar við vonskuveðri á landinu í dag en djúp lægð gengur yfir landið. Verst virðist þó veðrið eiga að vera á sitt hvoru horni landsins; Vestfjörðum og á auðausturlandi. Reiknað er með talsverðri rigningu og jafnvel roki hér á Norðurlandi vestra seinnipartinn í dag en stendur stutt yfir.
Meira

Veiðileyfin í Blöndu lækka verulega

Félagið Fish Partner, nýr rekstraraðili Blöndu og Svartár, ætlar að lækka verð á veiðileyfum í Blöndu verulega. Sporðaköst, veiðivefur mbl.is, greinir frá þessu en laxveiði í Blöndu hefur verið dræm síðustu ár og þá sérstaklega í sumar og í fyrra. Veiðifélag Blöndu og Svartár samdi nýlega við Fish Partner um að taka að sér umboðssölu á veiðileyfum fyrir félagið.
Meira

Bjarni Jónsson segir skilið við VG

Í yfirlýsingu á Facebook hefur Bjarni Jónsson, oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, lýst því yfir að hann hafi ákveðið að segja sig úr VG og segja skilið við þingflokkinn. „Flestum hefur lengi verið ljóst að flokkurinn hefur sveigt af leið og brugðist grunngildum sínum og væntingum þeirra sem stóðu að stofnun hans. Hann hefur brugðist mörgu því fólki sem hefur stutt hann,“ segir Bjarni í yfirlýsingunni.
Meira

Framboð og eftirspurn – sex vikur til kosninga

Nú eru rétt um sex vikur þar til landsmönnum gefst kostur á kjósa til Alþingis á ný í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra taldi að lengra yrði ekki komist í samstarfi Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Forseti Íslands féllst á lausnarbeiðni hans í vikunni og hefur verið ákveðið að Alþingiskosningar verði 30. nóvember. Flokkarnir eru því komnir á fullt í að setja saman lista og gera sig klára í baráttuna um Ísland.
Meira

Kálfshamarsvík númer eitt á forgangslista Húnabyggðar

Húnahornið segir frá því að Kálfshamarsvík sé efst á forgangslista sveitarstjórnar Húnabyggðar vegna styrkumsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025 en umsóknarfrestur rann út í gær. „Þrístapar eru númer tvö á forgangslistanum á eftir Kálfshamarsvík og þar á eftir er göngubrú yfir ós Blöndu, gamli bærinn á Blönduósi og Klifamýri og að lokum náttúruperlan Hrútey,“ segir í fréttinni.
Meira