A-Húnavatnssýsla

Frisbívöllurinn á Skagaströnd

Nú á dögunum voru feðgarnir Arnar Viggósson og sonur hans Snæbjörn Elfar í skemmtilegu brasi er þeir voru að koma upp teigum á frísbívöllinn á Skagaströnd. Völlurinn var tekinn í notkun þann 9. júní árið 2022 og stendur við tjaldsvæðið á svæðinu. Völlurinn er hannaður af þeim Arnari, Valtý Sigurðssyni og Grétari Amazen en hann er níu holur þar sem allar brautirnar eru par 3 nema ein sem er par 4 og heitir völlurinn Hólabergsvöllur.
Meira

Tveir laxar veiddust í Víðidalsá á opnunardaginn

Húnahornið er enn sem fyrr með puttann á veiðipúlsinum. Þar segir af því að veiðitölur frá helstu laxveiðiám landsins séu byrjaðar að birtast á vef Landssambands veiðifélaga. Laxveiðiárnar í Húnavatnssýslum hafa verið að opna hver af annarri, Blanda 5. júní, Miðfjarðará 15. júní og nú síðast Víðidalsá 18. júní. Tveir laxar veiddust á opnunardegi Víðidalsár og opnunarhollið náði að landa samtals sex löxum, sem er líklega dræmasta opnun í mörg ár. Af þessum sex löxum komu fjórir úr Fitjaá.
Meira

Sumarvæll í g-moll | Leiðari 23. tölublaðs Feykis

Í tvígang hefur Feykir birt sama textann ofan á forsíðumynd blaðsins síðustu vikurnar. Fyrst Sumarið er tíminn og stuttu síðar, örlítið kaldhæðnislegra, Sumarið er tíminn... yfir mynd af sumarhretinu mikla í byrjun júní.
Meira

Frábært veður á Sjóvá Smábæjaleikunum

Það var líf og fjör á Blönduósi sl. helgi þegar bærinn fylltist af börnum til að taka þátt í Sjóvá Smábæjaleikunum. Þetta var í 20. skiptið sem mótið var haldið og keppt var í knattspyrnu í stúlkna- og drengjaflokkum í 5.,6.,7., og 8., flokki. Mótið heppnaðist einstaklega vel og gaman að veðrið lék við foreldra og keppendur alla helgina.
Meira

Rabarbarahátíð á Blönduósi þann 29. júní

Á Blönduósi í gamla bænum verður Rabarbarahátíð eða Rhubarb Festival haldin hátíðleg laugardaginn 29. júní frá kl. 12-17. Megin ástæða fyrir þessari skemmtilegu nýung er að heiðra minningu forfeðra okkar og formæðra sem nýttu rabarbarann eða tröllasúruna, eins og sumir kalla hann, mikið betur og þótti hin mesta búbót hér áður fyrr. Í dag vex rabarbarinn mjög víða í gamla bænum en er, því miður, lítið sem ekkert nýttur. Það er því tilvalið að vekja aftur upp áhugann á því að nýta hið fjölæra grænmeti sem rabarbarinn er og fræða fólk um sögu hans bæði hérlendis sem og erlendis.
Meira

Sameiningarkosningum Húna- og Skagabyggðar lýkur á laugardag

Kosningum um sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar, sem hófust 8. júní síðastliðinn, lýkur nú laugardaginn 22. júní. Samkvæmt upplýsingum Feykis er kjörsókn 20% í Húnabyggð en í Skagabyggð er hún 45%. Þetta miðast við stöðuna í dag, fimmtudaginn 20. júní, að sögn Katrínar Benediktsdóttur, formanns kjörstjórnar.
Meira

Laddi og Jón Gnarr með Hvanndælsbræðrum í Hofi

Þar sem hæstvirtir Hvanndalsbræður hafa nú tengingu í Húnaþing vestra er allt í lagi að segja frá því að þeir hyggjast nú endurtaka leikinn frá því í fyrra en þá ætlaði allt um koll að keyra í menningahúsinu Hofi á Akureyri fyrir norðan í bókstaflegri merkingu því bræðurnir komu keyrandi á bíl inn á sviðið. Það er ekki útlit fyrir minna sprell að þessu sinni en Fjörleikahús Hvanndalsbræðra stígur á svið þann 21. september á slaginu 21.
Meira

Sólin brosti við landsmönnum á 17. júní

Þann 17. júní voru liðin 80 ár frá stofnun lýðveldisins og af því tilefni voru hátíðarhöld á Sauðárkróki, Blönduósi og á Hvammstanga á Norðurlandi vestra. Það vildi svo heppilega til að veðrið lék við landsmenn í tilefni dagsins og það var ekki til að skemma fyrir þátttökunni.
Meira

Valli hlaut Hvatningarverðlaun Húnabyggðar 2024

Á hátíðardagskrá 80 ára lýðveldisafmælisins á Blönduósi sem fram fór, eins og lög gera ráð, fyrir þann 17. júní var Valdimar Guðmannsson, sem margir kannast við af Facebook sem Valla í Húnabyggð, fékk hvatningarverðlaun Húnabyggðar 2024.
Meira

Rabb-a-babb 226: Sara Diljá

Að þessu sinni ber Rabbið að dyrum á Skagaströnd hjá Söru Diljá Hjálmarsdóttur, skólastjóra Höfðaskóla. Hún er gift Birki Rúnari Jóhannssyni og saman eiga þau Arnar Gísla 11 ára, Fanndísi Öldu 9 ára og Bríeti Dögg 2 ára, já og hundinn Skugga. Sara er fædd árið 1989 en það ár kom þriðja myndin um Indiana Jones út (þessi með Sean Connery), sem og Glory, When Harry Met Sally og Honey, I Shrunk the Kids og auðvitað miklu fleiri myndir. Madonna gaf út Like a Prayer.
Meira