Matvælastofnun biður um tilkynningar um dauða villtra fugla
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
18.05.2021
kl. 09.50
Matvælastofnun vekur athygli á að stofnunin óskar eftir tilkynningum ef villtir dauðir fuglar finnast, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum. Tilgangurinn er að skima þá fyrir fuglaflensu og fylgjast þannig með mögulegri útbreiðslu hennar meðal farfugla hérlendis.
Í tilkynningu frá matvælastofnun er sagt:
"Með vöktun á fuglaflensu í villtum fuglum getur Matvælastofnun metið smithættu fyrir alifugla og aðra fugla í haldi. Smithætta er einnig metin út frá stöðu greininga í villtum íslenskum farfuglum á vetrarstöðvum þeirra."
Hægt er að senda tilkynningar ef villtir dauðir fuglar finnast á https://www.mast.is/is/abendingar-fyrirspurnir
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.