36 bátar á strandveiðum í síðustu viku á Norðurlandi vestra
AFLATÖLUR | Dagana 23. til 29. maí á Norðurlandi vestra
Á Króknum var landað rúmum 507 tonnum í síðustu viku og var Drangey SK 2 aflahæst með rúm 204 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Þá landaði einnig Silver Fjord tæpum 150 tonnum af rækju og Málmey SK 1 var með rúm 137 tonn af þorski. Tíu strandveiðibátar lönduðu á Króknum, alls 13.261 kg, og einn bátur landaði 2.981 kg af grásleppu. Á Skagaströnd voru 24 strandveiðibátar sem lönduðu tæpum 39 tonnum. Aflahæsti báturinn á Skagaströnd var eini báturinn sem var á línuveiðum, Óli á Stað GK 99, og landaði 5.099 kg. Tveir bátar lönduðu á Hofsósi og voru þeir báðir á strandveiðunum með alls 2.533 kg. Á Hvammstanga lönduðu einnig tveir bátar en annar þeirra var á grásleppuveiðum með 2.501 kg og hinn á dragnótarveiðum með alls 2.568 kg. Alls var landað 558.913 kg á Norðurlandi vestra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.