RML gefur út fræðsluefni fyrir holdgripabændur
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
03.06.2021
kl. 09.55
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur gefið út fræðsluefnisbækling fyrir holdagripabændur en undanfarið hafa starfsmenn RML unnið að gerð hans. Í bæklingunum er snert á flötum eins og beitarskipulagi, nautum og kvígum til ásetnings, áhrifum holdafars á frjósemi, fráfærur, uppeldi og margt fleira.
Áætlað var að halda kynningarfundi um bæklinginn en vegna heimsfaraldurs gafst það ekki. Stefnt er á að halda kynningarfundi í haust. Verkefnið var styrkt af fagfé nautgriparæktarinnar.
Bæklinginn má nálgast hér.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.