A-Húnavatnssýsla

Fyrirlestraröðin á Selasetrinu hefst að nýju í kvöld

Selasetur Íslands á Hvammstanga mun í vetur halda áfram með fyrirlestaröð þar sem að vísindamenn úr hinum og þessum áttum koma og halda fyrirlestra. Fyrsti fyrirlesturinn eftir sumarfrí hefst í kvöld, mánudaginn 23. ágúst klukkan 20:00.
Meira

Leiðtogar Flokks fólksins í öllum kjördæmum kynntir

Í skeyti frá Flokki fólksins segir að með stolti séu leiðtogar hans kynntir í öllum kjördæmum fyrir Alþingiskosningarnar 2021. Inga Sæland alþingismaður, öryrki og formaður Flokks fólksins er oddviti Reykjavíkurkjördæmis suður en Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur og formaður Orkunnar okkar er oddviti Norðvesturkjördæmis.
Meira

Bólusetningar á Sauðárkróki á miðvikudaginn

Bólusetningar halda áfram hjá HSN á Sauðárkróki. Bólusett verður á miðvikudaginn og að þessu sinni er bólusett á heilsugæslunni, gengið er inn um innganginn við hlið endurhæfingu.
Meira

Tólf sigrar og tvö töp uppskera sumarsins hjá Kormáki/Hvöt

Lið Kormáks/Hvatar spilaði síðasta leik sinn í riðlakeppni 4. deildar í gær en þá héldu Húnvetningar í Eyjafjörðinn þar sem þeir mættu Samherjum á Hrafnagilsvelli. Það var svo sem ekki mikið undir annað en heiðurinn því sæti Kormáks/Hvatar í úrslitakeppni 4. deildar var löngu tryggt. Það fór svo að stigin þrjú fóru með Húnvetningum heim en lokatölur voru 0-1.
Meira

Breyttar reglur um sóttkví í skólum

Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Á vef stjórnarráðsins kemur fram að með breytingunum megi gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp.
Meira

Verður seint kallaður meistarakokkur

Það er körfuboltastjarna Skagafjarðar, Axel Kárason, sem var matgæðingur vikunnar í tbl 10 á þessu ári. En hann er ekki bara lunkinn með boltann hann er einnig dýralæknir á Dýraspítalanum Glæsibæ og situr í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir hönd framsóknarmanna. Hann býr í Vík í Staðarhreppi ásamt kærustunni, Leana Haag, og eru þau undir verndarvæng lénsherrans og landeigandans Ómars á Gili.
Meira

Elskar að fara í rjúpu

Þýskur fjárhundur eða german shepherd, eins og flestir þekkja þá undir, eru mjög fallegir, sterkbyggðir og tignarlegir hundar. Þeir eru oftast svartir/brúnir á litinn en grár/brúnn er einnig þekkt. Þar sem þeir eru þekktir fyrir að vera mjög ákveðnir, óhræddir, áhugasamir, kjarkaðir, athuglir og hlýðnir þá eru þeir oftast notaðir sem vinnuhundar því þeir eru einnig einstaklega fljótir að læra. Þeir eru mjög húsbóndahollir og elska ekkert meira en að vera með fjölskyldunni sinni þó það sé ekki annað en að fara í smá bíltúr að kaupa sér ís, þeir vilja bara vera með.
Meira

Alma Dögg nýr forstöðumaður á heimili fatlaðs fólks við Skúlabraut

Alma Dögg Guðmundsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður á heimili fatlaðs fólk við Skúlabraut á Blönduósi.
Meira

Stefnir í mikinn viðburð í Textílmiðstöðinni á Blönduósi

Síðasta helgin í ágúst, dagana 27. - 29. verður viðburðarík í Textílmiðstöðinni á Blönduósi en þá eru allir velkomnir í opið hús í TextílLabinu að Þverbraut 1. Á staðnum eru geislaskeri, vínyl prentari, útsaumsvél, nálaþæfingarvél og stafrænn vefstóll. Í tilkynningu frá Textílmiðstöðinni segir að smiðjustjóri muni aðstoða við notkun á smiðjunni og verður aðgengi frítt, en greitt fyrir það efni sem notað er.
Meira

Ný framtíðarsýn Háskólans á Hólum

Háskólinn á Hólum hefur nýlega lokið endurskoðun á framtíðarsýn skólans og mótað stefnu fyrir árin 2021-2025. Jafnframt hefur verið farið í umfangsmiklar greiningar á styrkleikum og tækifærum í akademísku starfi skólans í stofnunarúttekt á vegum gæðaráðs íslenskra háskóla og greint styrkleika og tækifæri í innra skipulagi skólans með aðstoð ráðgjafa á vegum Inventus og Birki ráðgjafar.
Meira