Leiðtogar Flokks fólksins í öllum kjördæmum kynntir
Í skeyti frá Flokki fólksins segir að með stolti séu leiðtogar hans kynntir í öllum kjördæmum fyrir Alþingiskosningarnar 2021. Inga Sæland alþingismaður, öryrki og formaður Flokks fólksins er oddviti Reykjavíkurkjördæmis suður en Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur og formaður Orkunnar okkar er oddviti Norðvesturkjördæmis.
Tómas A. Tómasson, veitingamaður er oddviti Reykjavíkurkjördæmis norður, Guðmundur Ingi Kristinsson alþingismaður/öryrki oddviti Suðvesturkjördæmis. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, grunnskólakennari og formaður Hagsmunasamtaka Heimilanna er oddviti Suðurkjördæmis og Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og athafnamaður er oddviti Norðausturkjördæmis.
Á heimasíðu flokksins má finna helstu baráttumál hans fyrir komandi kosningar og kynning á frambjóðendum.
„Flokkur fólksins er leiðandi stjórnmálafl í baráttunni gegn fátækt, skerðingum og hvers konar oki og kúgun stjórnvalda. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna!“ segir í tilkynningunni.
Tengd frétt: Eyjólfur skipar efsta sæti hjá Flokki fólksins í Norðvesturkjördæmi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.