Alma Dögg nýr forstöðumaður á heimili fatlaðs fólks við Skúlabraut

Alma Dögg
Alma Dögg

Alma Dögg Guðmundsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður á heimili fatlaðs fólk við Skúlabraut á Blönduósi. 

Alma Dögg er með BA gráðu í þroskaþjálfafræði frá Háskóla Íslands en hefur einnig lokið MSc námi í atferlisfræðum frá University of Kent. Þá hefur Alma Dögg lokið margvíslegum námskeiðum sem tengjast störfum hennar undanfarin ár.

Að loknu námi hefur Alma Dögg starfað sem atferlisfræðingur í geðheilsuteymi Taugaþroskana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, hefur einnig m.a. starfað hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem þroskaþjálfi og atferlisfræðingur.

/Fréttatilkynning

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir