A-Húnavatnssýsla

Handverk og hönnun lögð niður vegna fjárskorts

Stjórn Handverks og hönnunar hefur ákveðið að hætta starfsemi vegna viðvarandi fjárskorts og hefur falið framkvæmdastjóra að loka starfseminni fyrir árslok 2021. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að hundruð íslenskra handverkslistamanna hafi nýtt sér þjónustu þess og þúsundir sótt fyrirlestra, sýningar og fjölbreytta viðburði sem verkefnið hefur staðið fyrir.
Meira

Forystumenn flokkanna í NV-kjördæmi mættust í Ríkisútvarpinu

Það styttist óðfluga í Alþingiskosningar og frambjóðendur eru nú á faraldsfæti um allt land að kynna sig og stefnumál flokkanna. Í gær sendi RÚV út þátt þar sem rætt var við forystumenn allra tíu framboðanna sem sækjast eftir atkvæðum íbúa í Norðvesturkjördæmi.
Meira

Nú er tíminn til að safna birkifræi

Skógræktin og Landgræðslan óska eftir stuðningi landsmanna við að breiða út birkiskóga landsins. Í haust sem leið var safnað umtalsverðu magni af birkifræi sem var að hluta dreift haustið 2020 en í vor var afganginum dreift á valin, beitarfriðuð svæði. Söfnunarátakið í fyrra gekk afar vel og áhugi almennings var mikill. Í Skagafirði taka Skagfirðingabúð og Olís-Varmahlíð á móti fræi, á Blönduósi að Efstubraut 5 og Vallarbraut 2 á Skagaströnd.
Meira

Stéttarfélög bjóða félagsmönnum á námskeið Farskólans

Starfsemi Farskólans, miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra, er komin á skrið þetta haustið og hvert námskeiðið af öðru að hefjast. Þar á meðal má finna ýmis tengd stéttarfélögunum, HSN og sveitarfélaginu Skagafirði ásamt íslenskunámskeiðum.
Meira

Húrra! Lið Kormáks/Hvatar tryggði sér sæti í 3. deild

Seinni leikirnir í undanúrslitum 4. deildar karla í knattspyrnu fara fram í dag og fyrir stuttu lauk leik Kormáks/Hvatar og Hamars frá Hveragerði sem fram fór á Blönduósi. Eftir 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna þurftu heimamenn að sigra í dag eða gera 0-0 jafntefli. Markalaust var í leikhléi en sigurmark Húnvetninga kom snemma í síðari hálfleik.
Meira

Styrkjum liðið í NV-kjördæmi!

Góðu vinir mínir í (fyrrum) Alþýðuflokknum í Norðvesturkjördæmi nú Samfylkingunni. Ég verð að játa mig sigraðan, af hálfu fyrrum félaga minna í Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi eftir alla þá vinnu sem unnin var, af hálfu samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga til fjölda ára er leit að samgöngum á landi, láði og legi, heima á Vestfjörðum.
Meira

Nýr og glæsilegur sjúkrabíll HSN á Blönduósi

Á dögunum var stór dagur hjá sjúkraflutningafólki hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi en þá var tekin í notkun glænýr Mercedes Bens Sprinter sjúkrabíll. Einar Óli Fossdal, sjúkraflutningamaður hjá HSN á Blönduósi, segir bílinn vera búinn besta og nýjasta búnaði sem þörf er á svæðinu.
Meira

Gæði landsins; #1: Hvað er fyrir hvern og hver er fyrir hvað?

Þjóðarbúskapur. - Ísland er fyrir alla Íslendinga Við Íslendingar stærum okkur af því að reka hér norrænt velferðarsamfélag. Til að slíkur búskapur gangi upp þurfum við að reka heildstæða stefnu, öllum landsmönnum til hagsbóta. Ríkið þarf að skapa aðstæður til framleiðslu og skammta aðgang að auðlindum til að landsframleiðslan sé næg fyrir alla landsmenn til að lifa sómasamlegu lífi. Í dag er staðan þannig að allar aðstæður eru hinar bestu. Það er nóg til.
Meira

Það svíkur engan sódavatnið frá Akureyri!

Bók-haldið er einn af þeim þáttum sem prýða Feyki öðru hvoru. Fyrr í sumar bankaði Bók-haldið rafrænt upp á hjá sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni en eins og alþjóð veit er Gísli Reykvíkingur og einhver mesti Tinna-spekingur landsins. Ótrúlegt, en alveg dagsatt, þá var kappinn í sveit á unglingsárum sínum í Vestur-Húnavatnssýslu, nánar tiltekið á bænum Þórukoti í Víðidal.
Meira

Stefanía á átta hesta

Ef það er eitthvert dýr sem Skagafjörður getur státað af þá er það hesturinn en um þessar slóðir má finna fjöldann allan af flottum ræktendum sem eru að gera góða hluti með íslenska hestinn bæði í keppnum og í ræktun og sölu erlendis. Þar sem ég er nokkuð viss um að margir lesendur Feykis viti meira um hesta en ég ákvað ég að leita uppi nokkrar staðreyndir um hesta sem hugsanlega einhverjir hafa ekki hugmynd um að væri rétt.
Meira