A-Húnavatnssýsla

Fjórir framboðslistar Frjálslynda lýðræðisflokksins birtir

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, sem fengið hefur listabókstafinn O fyrir alþingiskosningarnar 25. september nk. hefur birt fjóra framboðslista; í Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður. Framboðslistarnir í Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi verða birtir í næstu viku.
Meira

Réttir á Norðurlandi vestra haustið 2021

Nú þegar liðið er á seinni part sumars styttist óðum í haustið með tilheyrandi fjár- og stóðréttum. Bændablaðið hefur tekið saman dag- og tímasetningar á réttum landsins og hér að neðan má sjá yfirlit yfir réttir á Norðurlandi vestra.
Meira

Baráttan við Álftanes leggst vel í Ingva Rafn

Síðasta umferðin í 4. deild karla fór fram um síðustu helgi og þá varð ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst nú á föstudaginn. Lið Kormáks/Hvatar hafði þegar tryggt sæti sitt í úrslitakeppninni fyrir lokaumferðina og hefur spilað vel í sumar. Lið Húnvetninga fær hins vegar verðugt verkefni í átta liða úrslitum en þá etja þeir kappi við lið Álftaness og fer fyrri leikur liðanna fram á Blönduósi á morgun, 27. ágúst, og hefst kl. 18:00. „Ég held að það megi búast við skemmtilegri viðureign tveggja góðra liða þar sem allt getur gerst. Ef við mætum klárir þá hef ég ekki miklar áhyggjur,“ segir Ingvi Rafn Ingvarsson, spilandi þjálfari Kormáks/Hvatar, í spjalli við Feyki.
Meira

Helgi Hrafn í framkvæmdastjórn Pírata

Á aðalfundi Pírata sem fram fór um helgina var kosið í fjórar nefndir á vegum flokksins: framkvæmdastjórn, stefnu- og málefnanefnd, úrskurðanefnd og fjármálaráð. Niðurstöðurnar urðu eftirfarandi:
Meira

Kosningastefna Samfylkingarinnar kynnt

Samfylkingin kynnti í dag, þegar nákvæmlega einn mánuður er til kosninga, kosningastefnu sína fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Þar má finna þær megináherslur sem flokkurinn setur á oddinn við stjórnarmyndun og í störfum sínum á Alþingi næstu fjögur árin. Kosningastefnan ber yfirheitið Betra líf - fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir.
Meira

Hátt í 15 ár að gera upp fyrsta bílinn

Samgöngusafnið í Stóragerði Skagafirði er staður þar sem margt rusl hefur orðið að fjársjóði en safnið, sem aldrei átti að verða safn, hefur nú verið starfrækt í 17 ár. Gunnar Kr. Þórðarson, stofnandi safnsins, sá að nokkuð ljóst væri að byggja þyrfti skemmu undir alla dýrgripina svo þeir yrðu ekki fyrir skemmdum, því mikill tími og peningar voru farnir í uppgerð á hinum ýmsu tækjum.
Meira

Bók um Svein Torfa Þórólfsson

Ævisaga Sveins Torfa Þórólfssonar, (1945-2016) verkfræðings frá Skagaströnd, kemur út laugardaginn 28. ágúst. Bókin verður kynnt og frumsýnd almenningi í Gamla kaupfélagshúsinu á Skagaströnd kl. 15 þann dag.
Meira

Heimur Jóns og Helgu - Málþing í Kakalaskála 28. ágúst

Laugardaginn 28. ágúst kl. 14 verður málþing í Kakalaskála um Jón Arason biskup og Helgu Sigurðardóttur fylgikonu hans.
Meira

Samningur um sálfræðiþjónustu í Austur-Húnavatnssýslu

Félags- og skólaþjónusta Austur Húnavatnssýslu og Sensus slf. undirrituðu í gær 2 ára samning sem lýtur að sálfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum í Austur Húnavatnssýslu ásamt auknu samstarfi við barnavernd á svæðinu.
Meira

Fyrirlestraröðin á Selasetrinu hefst að nýju í kvöld

Selasetur Íslands á Hvammstanga mun í vetur halda áfram með fyrirlestaröð þar sem að vísindamenn úr hinum og þessum áttum koma og halda fyrirlestra. Fyrsti fyrirlesturinn eftir sumarfrí hefst í kvöld, mánudaginn 23. ágúst klukkan 20:00.
Meira