A-Húnavatnssýsla

TextílLab auglýsir eftir verkefnastjóra

Textílmiðstöð Íslands auglýsir eftir öflugum aðila í nýtt og spennandi starf við uppbyggingu TextílLabs á Blönduósi. Um er að ræða einstakt tækifæri til að móta og þróa nýtt starf þar sem fléttast saman aldagömul textílhefð okkar Íslendinga og fjórða iðnbyltingin.
Meira

Öðru ári Sjávarútvegsskóla unga fólksins á Sauðárkróki lokið

Öðru ári í Sjávarútvegsskóla unga fólksins á Sauðárkróki er nú lokið. Kennt var vikuna 7-11. júní. Nemendur sem sóttu skólann voru 13 og hafa lokið 8. bekk grunnskóla. Verkefnið var unnið í samstarfi vinnuskóla Sauðárkróks, Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri og fyrirtækja í sjávarútvegi og eða tengdum greinum.
Meira

Opnað fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði

Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.
Meira

Hannyrðir hafa fylgt mér alla ævi

"Ef ég byrja á einni peysu þá enda ég með að klára sex peysur,“ segir Ásthildur Gunnlaugsdóttir sem segir lesendum frá því hvað hún er með á prjónunum.
Meira

Mangó sett í aðhald

Deguar eru lítil loðin nagdýr, ljósbrún að lit og með gula flekki. Þeir geta orðið 25-31 sm og um 170-400 grömm. Lífslíkur eru yfirleitt um sex til átta ár en geta verið allt að 13 ár. Þessir litlu loðboltar eru mikil félagsdýr og eru mjög virk á daginn og hafa góða sjón. Þeir eru gjarnir á að naga plast og verða því að vera í málmbúrum. Þeir gefa frá sér um 15 sérstök hljóð sem þeir tjá sig með.
Meira

Vettvangsliðahópur Björgunarsveitarinnar Strandar fær afhentan útkallsbúnað

Í gær afhenti Einar Óli Fossdal, fyrir hönd HSN, vettvangsliðahóp Björgunarsveitarinnar Strandar á Skagaströnd búnað sem nýtist þeim í útköllum sem undanfarar sjúkrabíls.
Meira

Litaspjald sögunnar - rit um litaval húsa

Upplýsingaritið Litaspjald sögunnar geymir upplýsingar um litasamsetningu húsa. Í ritinu má finna fróðleik og ljósmyndir af húsum sem talin eru skarta einstaklega fallegu og smekklegu litavali. Húsin eru allt frá átjándu öld og fram á hina tuttugustu og eru staðsett víðsvegar um land.
Meira

Ellefu í einangrun og 47 í sóttkví á Norðurlandi vestra

Enn bíðum við góðra frétta af Covid-faraldrinum en eftir að fjöldi smita rauk upp nú um miðjan júlí hafa dagleg smit verið í kringum 100 síðustu daga. Í gær greindust 122 smitaðir og staðan á landinu í dag er þannig að 852 eru í einangrun, 2243 í sóttkví og 951 í skimunarsóttkví. Átta eru á sjúkrahúsi. Nú seinni partinn birtist loks tafla frá Almannavörnum á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra þar sem farið er yfir dreifingu þeirra sem eru ýmist í einangrun eða sóttkví á svæðinu.
Meira

Unglingalandsmóti og Landsmóti 50+ frestað

Það þykir ekki skemmtilegt að fresta góðum viðburðum eða greina frá því, en svona er nú staðan í dag og ættum við að vera orðin nokkuð sjóuð í því að taka hlutunum með stóískri ró. Þau tvö landsmót sem áttu að vera haldin á vegum UMFÍ í sumar, unglinga og 50+, hafa nú verið frestað.
Meira

Þegar allt annað þrýtur

Ég heiti Sigurlaug Gísladóttir og er fædd og uppalin Lýtingsstaðahreppi Skagafriði gekk í skóla á Steinsstöðum en fluttist svo austur á Hérað og bjó þar til árið 2014 er við fjölskyldan flytjum á Blönduós þar sem við búum núna.
Meira