A-Húnavatnssýsla

RÉTTIR hefjast – Verði ykkur að góðu!

RÉTTIR food festival 2021- 10 daga matarhátíð á Norðurlandi vestra, er hafin. Hátíðin var sett á laggirnar sumarið 2019 og þar sýna matvælaframleiðeiðendur og veitingastaðir á svæðinu heimafólki og gestum sínar bestu hliðar í mat og drykk.
Meira

Helga Thorberg leiðir lista Sósíalista í Norðvesturkjördæmi

Það styttist óðum í Alþingiskosningar og nú um helgina birti Sósíalistaflokkur Íslands framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi. Listann leiðir Helga Thorberg, leikkona og garðyrkjufræðingur en á heimasíðu Sósíalista segir að hún hafi starfað við leiklist sem höfundur og þáttagerðarkona í mörg ár en kvennabaráttan og kvennapólitíkin hafi einnig verið hennar hjartans mál.
Meira

Covid-tölurnar á niðurleið á Norðurlandi vestra

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra sendi í gær frá sér töflu yfir smit á Norðurlandi vestra eftir póstnúmerum. Það er gleðilegt að tölur yfir fólk í einangrun og sóttkví hafa farið lækkandi síðustu vikuna. Samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is frá í morgun eru nú aðeins sex smitaðir á Norðurlandi vestra en þeir voru mest 17 í síðustu viku. Þá eru núna fimmtán í sóttkví á Norðurlandi vestra.
Meira

Hvíti riddarinn mátaður eftir góðan endaleik heimamanna á Blönduósi

Lið Kormáks/Hvatar tryggði endanlega sæti sitt í úrslitakeppni 4. deildar með sterkum sigri á helsta keppinaut sínum um annað sæti í D-riðlinum. Gestirnir í Hvíta riddaranum komust yfir snemma í síðari hálfleik en heimamenn létu það ekki slá sig út af laginu og blésu til sóknar sem skilaði þremur mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 3-1.
Meira

Veljum að vaxa

Það er gaman að vekja athygli á því sem vel er gert. Það er ekki úr vegi fyrir mig að segja hér örlítið frá þeim verkefnum sem Soroptimistar á Íslandi hafa meðal annars staðið fyrir undanfarna mánuði.
Meira

„Það er margra ára reynsla að dvelja vikulangt á hálendisvaktinni“

Vikuna 1.-8. ágúst var nóg um að snúast hjá björgunarsveitinni Skagfirðingasveit á Sauðárkróki en meðlimir hennar tóku að sér hálendisgæslu á hálendisvakt í Landmannalaugum á Fjallabaki. Hálendisvakt Landsbjargar er verkefni sem byrjaði fyrir allmörgum árum til að stytta viðbragðstíma björgunarsveita yfir sumarið við verkefnum á hálendinu.
Meira

Leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi haustið 2021

Núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 878/2021 um takmörkun á samkomum gildir til og með 27. ágúst nk. og tekur nú einnig til skólastarfs. Með hliðsjón af henni veitir mennta- og menningarmálaráðuneyti nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstafana á mismunandi skólastigum.
Meira

Þórdís Kolbrún í heimsókn á Norðurlandi vestra

SSNV greinir frá því að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hafi verið á ferð um Norðurland vestra í blíðunni í gær fimmtudag. Með henni í för voru Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri ásamt starfsfólki ráðuneytisins og Ferðamálastofu.
Meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumönnum vegna alþingiskosninga 25. september 2021 hefst í dag, föstudaginn 13. ágúst 2021.
Meira

Styrkveitingar atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins haustið 2021

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á málefnasviðum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Meira