Nýr og glæsilegur sjúkrabíll HSN á Blönduósi
Á dögunum var stór dagur hjá sjúkraflutningafólki hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi en þá var tekin í notkun glænýr Mercedes Bens Sprinter sjúkrabíll. Einar Óli Fossdal, sjúkraflutningamaður hjá HSN á Blönduósi, segir bílinn vera búinn besta og nýjasta búnaði sem þörf er á svæðinu.
„Hann er einn af 25 bílum sem komu til landsins á undanförnum vikum og er það okkur mikil ánægja að taka við þessum flotta og vel útbúna bíl þar sem við förum oftar en ekki langar leiðir með sjúklingana okkar. Okkur langar að óska öllum í Austur-Húnavatnssýslu til hamingju með þennan glæsilega bíl, bíllinn verður svo vonandi sýndur formlega á 112 daginn 11. febrúar 2022. Á myndinni eru flestir úr okkar flotta hópi sjúkraflutningafólks þegar tekið var við bílnum nýjum, og er ég mjög stoltur að vera hluti af þessum hópi,“ segir Einar Fossdal sem sendi Feyki meðfylgjandi mynd og upplýsingar fyrir hönd sjúkraflutningamanna HSN á Blönduósi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.