Forystumenn flokkanna í NV-kjördæmi mættust í Ríkisútvarpinu
Það styttist óðfluga í Alþingiskosningar og frambjóðendur eru nú á faraldsfæti um allt land að kynna sig og stefnumál flokkanna. Í gær sendi RÚV út þátt þar sem rætt var við forystumenn allra tíu framboðanna sem sækjast eftir atkvæðum íbúa í Norðvesturkjördæmi.
Forystumennirnir voru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (Sjálfstæðisflokki), Stefán Vagn Stefánsson(Framsóknarflokki), Bjarni Jónsson (Vinstri grænum), Valgarður Lyngdal Jónsson (Samfylkingu), Bergþór Ólason (Miðflokki), Magnús Davíð Norðdahl (Pírötum), Eyjólfur Ármannsson (Flokki fólksins), Guðmundur Gunnarsson (Viðreisn), Helga Thorberg (Sósíaslistaflokki) og Sigurlaug Guðrún Inga Gísladóttir (Frjálslynda lýðræðisflokknum).
Næsta blað Feykis sem kemur út nk. miðvikudag verður tileinkaður Alþingiskosningunum sem fara fram eftir rúmar tvær vikur. Hægt er að hlýða á þátt Ríkisútvarpsins með forystumönnum flokkanna í Norðvesturkjördæmi með því að smella hér >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.