A-Húnavatnssýsla

Mikil ánægja með nýjan gangnamannaskála á Grímstunguheiði

Gangnamenn úr Vatnsdal og Þingi vígðu á dögunum nýjan gangnamannaskála á Grímstunguheiði. Hann kemur í stað þriggja eldri skála á leitarsvæði þeirra. Húnavatnshreppur fjármagnar þessar framkvæmdir. Í tilefni vígslunnar sunnudaginn 5. september klæddu menn sig upp á og nutu veislufanga í boði Birgis Ingþórssonar, gangnaforingja í Undanreið.
Meira

Plægjum jarðveg tækifæranna

Áhersla Sjálfstæðisflokksins á athafnafrelsi og einstaklingsframtak er grundvöllur þeirrar verðmætasköpunar sem öll markmið samfélagsins um kröftugt velferðarkerfi hvíla á. Þetta er sérstaða Sjálfstæðisflokksins. Ég horfi á íslenskt samfélag og þó vissulega séu hér óleyst verkefni þá er Ísland raunverulega land tækifæra. Við viljum plægja jarðveg tækifæranna með sterkara velferðarkerfi, betri innviðum og samkeppnishæfara umhverfi sem styður við verðmætasköpun.
Meira

Hópur Breta kynnti sér norðlenska matarmenningu

Hópur Breta hefur verið á ferðalagi um Norðurland undanfarið til að kynnast matargerð, framleiðslu og öðru sem tengist mat í norðlenskri ferðaþjónustu. Samanstendur hópurinn af fagfólki í ferðaþjónustu sem tengist matarupplifun og auk framantöldu fengu þau einnig að kynnast menningu og sögu landshlutans.
Meira

Sameiningarkönnun meðfram alþingiskosningum í Húnavatnshreppi

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur ákveðið að kanna hug íbúa sveitarfélagsins til þess hvort hefja skuli sameiningarviðræður við Blönduósbæ. Hafi íbúar áhuga á að sameiningarviðræður fari fram, er stefnt að því að íbúar beggja sveitarfélaga kjósi um sameiningu þeirra í byrjun árs 2022 með það fyrir augum að kosið yrði til nýrrar sveitarstjórnar í maí 2022.
Meira

Heilbrigðiskerfi í þágu þjóðar

Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum.
Meira

Gefum sjávarbyggðunum næringu í æð!

Það er kunnara en frá þurfi að segja að kvótakerfið leiðir til samþjöppunar aflaheimilda og þar með atvinnuleysis og fátæktar í þeim byggðarlögum sem missa aflaheimildir. Íbúar þorpanna, sem ávallt gátu treyst á náttúruauðlindina, eiga nú búsetu sína og barna sinna undir dyntum eins eða tveggja kvótagreifa. Þessir valdamiklu menn geta ráðstafað öllum veiðiheimildum úr þorpinu og skilið íbúa þess eftir bjargarlausa, þó nægur fiskur sé við mynni fjarðarins, þar sem þorpið stendur.
Meira

KH hafði betur í úrslitaleiknum gegn Kormáki/Hvöt

Á laugardag var leikið til úrslita í 4. deild karla í knattspyrnu en leikið var á Origo-vellinum á Hlíðarenda í Reykjavík. Lið Kormáks/Hvatar og KH höfðu þegar tryggt sér sæti í 3. deild að ári og nú átti bara eftir að komast að því hvort liðið teldist sigurvegari 4. deildar. Heimamenn í Knattspyrnufélaginu Hlíðarenda höfðu betur og sigruðu lið Húnvetningar 3-0.
Meira

Fjölbreytt störf – Jöfn tækifæri, jöfnuður og réttlæti

Meginástæða þess að margar byggðir og ekki síst hefðundnar sjávarbyggðir eiga undir högg að sækja er að þar skortir fjölbreytt atvinnutækifæri. Ef byggðirnar eiga að hafa einhverja möguleika til að vera eftirsóknarverðir búsetukostir fyrir ungt fólk verða þær að geta boðið því fjölbreytt og áhugaverð störf. Ef þeim tekst það ekki munu þær glata þeim mikla mannauð sem býr í ungu fólki, atvinnulífið nýtur ekki starfskrafta þess og samfélagið allt fer á mis við þann kraft og sköpun sem í því býr.
Meira

Minningar horfins tíma - Með grjót í vösunum eftir Svein Torfa Þórólfsson

Út er komin bókin Með grjót í vösunum eftir Svein Torfa Þórólfsson (1945–2016). Sveinn Torfi ólst upp á Skagaströnd til tíu ára aldurs en fluttist þá til Grindavíkur með fjölskyldu sinni. Í umsögn útgefanda segir að lífsbaráttan hafi verið hörð og oft mikið lagt á hans ungu herðar.
Meira

Opna fræðslumiðstöð fiskeldis í 101 RVK

Ný fræðslumiðstöð fiskeldis Lax-Inn opnaði formlega fyrir almenningi síðastliðinn föstudag en hún er staðsett að Mýrargötu 26 á Grandagarði í Reykjavík. Þar verður hægt að kynna sér starfsemi fiskeldis með beintengingu myndavéla bæði í land- og sjóeldi á landsbyggðinni ásamt ýmsu öðru fræðsluefni um þá atvinnugrein.
Meira