A-Húnavatnssýsla

Í tilefni alþingiskosninga 25. september 2021 - Opið bréf til lýðveldisbarna

Þið sem fædd eruð áður og um það leyti sem lýðveldið Ísland var stofnað. Ykkur var gefið loforð: Ykkur var heitið því af foringjum allra stjórnmálaflokka, að um leið og sjálfstæðismálið yrði í höfn 17. júní 1944 skyldi þjóðin semja sér sína eigin stjórnarskrá. Loforðið var aldrei efnt af stjórnmálaflokkunum þótt rekið væri á eftir því. Það gerði til dæmis Sveinn Björnsson forseti Íslands (1944-1952) í nýársávarpi sínu árið 1949:
Meira

Fjölmörg verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrk úr Matvælasjóði

Nú um miðjan september veitti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, 566,6 milljónum úr Matvælasjóði en sjóðurinn styrkti 64 verkefni að þessu sinni. Alls bárust 273 umsóknir í fjóra styrkjaflokka Matvælasjóðsins og var sótt um tæplega 3,7 milljarða króna. Í umfjöllun á vef Stjórnarráðsins kemur fram að 93% umsókna hafi talist styrkhæfar. 14% þess fjármagns sem veitt var að þessu sinni rann til verkefna á Norðurlandi vestra.
Meira

Píratísk byggðastefna

Á landinu bjuggu á síðasta fjórðungi ársins 2020 samtals 368.590 manns samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta er álíka fjöldi og gæti búið við eina götu í stórborg erlendis. Sem fámenn þjóð ættum við að hafa fulla burði til þess að tryggja jafnræði, samheldni og stuðning hvert við annað. Það er hins vegar erfitt að koma í veg fyrir misklíð og flokkadrætti þegar ekki er hugað nægjanlega vel að þeim hópum samfélagsins sem standa höllum fæti. Lykillinn að samfélagi einingar og samstöðu liggur í að tryggja velferð og mannsæmandi kjör allra þeirra sem búa á landinu. Þetta á við um alla íbúa landsins í öllum kjördæmum þess.
Meira

Örkin, síðasti báturinn úr rekaviði, komin á Reykjasafn

Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum barst góður gripur í gær þegar Örkin var sett niður á safnasvæðið. Um er að ræða bát í eigu Guðjóns Kristinssonar frá Dröngum en smíðaður af föður hans Kristni Jónssyni.
Meira

Berjumst gegn fátækt á Íslandi! -Afnemum tekjuskerðingar á elli- og örorkulífeyri

Ísland er með ríkustu löndum heims. Undanfarin ár höfum við verið í 6. sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) yfir ríki í þessum klúbbi ríkra þjóða með mesta verga landsframleiðslu á mann (GDP). Sagt er að siðferði og gildi samfélags sé metið á grundvelli þess hvernig það kemur fram við aldraða og veikburða.
Meira

Samfélagsvegir – sveitalínan

Með sam­stilltu átaki tókst okk­ur Íslend­ing­um að stór­efla og bæta fjar­skipti í sveit­um lands­ins. Rann­sókn sem gerð var fyr­ir fjar­skipta­sjóð dró fram hversu mikla þýðingu það verk­efni hef­ur haft fyr­ir lífs­gæði, tekju­mögu­leika og byggðafestu í dreif­býli um land allt.
Meira

Framkvæmdir hafnar við stækkun gagnavers Etix Everywhere Borealis á Blönduósi

Hafnar eru framkvæmdir við stækkun gagnavers Etix Everywhere Borealis á Blönduósi en um er að ræða byggingu á nýju húsi sem hannað er til að hýsa fjölbreyttar þarfir viðskiptavina gagnaversins á öruggan og umhverfisvænan máta. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að snjallnetslausnir verða nýttar til að tryggja rekstraröryggi og auka nýtni orkuflutnings.
Meira

VILT ÞÚ BÚA Í LANDI TÆKIFÆRANNA?

Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem yfir 600 manns bíða áratugum saman á biðlista eftir húsnæði - en það er enginn heimskortur á byggingarefni, vinnufólki né peningum? Vilt þú búa í landi tækifæranna - þar sem fátækt eykst og fleiri þúsund manns eiga ekki fyrir mat út mánuðinn - samt er enginn skortur á matvælum í landinu?
Meira

Hlutfall nemenda sem sækja skóla í meira en 30 km fjarlægð frá heimili sínu hæst á Norðurlandi vestra

Á heimasíðu SSNV er vakin athygli á nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar, Vinnu- og skólasóknarsvæði og almenningssamgöngur, sem unnin var af Byggðastofnun fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Í skýrslunni er að finna áhugaverðar upplýsingar um stöðu þessara mála um land allt, ekki síst á Norðurlandi vestra.
Meira

Mikil ánægja með nýjan gangnamannaskála á Grímstunguheiði

Gangnamenn úr Vatnsdal og Þingi vígðu á dögunum nýjan gangnamannaskála á Grímstunguheiði. Hann kemur í stað þriggja eldri skála á leitarsvæði þeirra. Húnavatnshreppur fjármagnar þessar framkvæmdir. Í tilefni vígslunnar sunnudaginn 5. september klæddu menn sig upp á og nutu veislufanga í boði Birgis Ingþórssonar, gangnaforingja í Undanreið.
Meira