A-Húnavatnssýsla

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, ásamt frambjóðendum Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, á Kaffi Krók á morgun

Miðflokkurinn býður til fundar með frambjóðendum á Kaffi Krók á Sauðárkróki á morgun laugardaginn 11. september kl. 16:00. Á fundinum verða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og oddviti Norðausturkjördæmis, Bergþór Ólason, oddviti Norðvesturkjördæmis, Sigurður Páll Jónsson, sem skipar 2. sæti listans í Norðvesturkjördæmi ásamt Högna Elfari Gylfasyni sem skipar 5. sæti listans í Norðvesturkjördæmi.
Meira

„Virkilega stoltur af strákunum“

„Tilfinningin var ólýsanleg. Langþráður draumur að rætast hjá leikmönnum, þjálfarateymi, meistaraflokksráði og stuðningsmönnum okkar. Við lögðum allt okkar í verkefnið og uppskárum eftir því. Ég er því virkilega stoltur af strákunum,“ segir Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari og leikmaður Kormáks Hvatar, þegar Feykir spurði hann hvernig tilfinningin hafi verið þegar dómarinn flautaði til leiksloka á Blönduósi á þriðjudag og ljóst var að liðið hafði tryggt sér sæti í 3. deild að ári. Kormákur Hvöt spilar á morgun við lið KH á Origo-vellinum í Reykjavík en þar ræðst hvort liðið verður Íslandsmeistari í 4. deild.
Meira

Lög, réttleysi og réttlæti

Í 1. gr. laga nr. 2016/2006, um stjórn fiskveiða, segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“
Meira

Ljós um land allt

Þann 30. mars 2013 birtist grein í Morgunblaðinu eftir þingmenn Framsóknar sem bar nafnið „Ljós í fjós“ og var upphafið af því verkefni sem við þekkjum sem „Ísland ljóstengt“. Það verkefni er eitt stærsta byggðarverkefni sem ráðist hefur verið í á síðustu árum og felst í því að ljósleiðaravæða hinar dreifðu byggðir landsins.
Meira

Akil DeFreitas hefur spilað erlendis frá 18 ára aldri

Einn af lykilleikmönnum liðs Kormáks/Hvatar í sumar, og sömuleiðis aðstoðarþjálfari liðsins, er Akil DeFreitas, 34 ára gamall atvinnufótboltamaður frá Trinidad og Tobago sem er lítil eyja í Karabíska hafinu. Akil segist yfirleitt spila á vinstri kanti en hann getur einnig spilað sem senter eða sem framliggjandi miðjumaður. Nú á þriðjudaginn gerði Akil sigurmark Kormáks/Hvatar þegar Húnvetningar mættu liði Hamars úr Hveragerði í hreinum úrslitaleik um sæti í 3. deild að ári. Hann hefur því heldur betur skrifað nafn sitt í sögubækur knattspyrnunnar í Húnavatnssýslum.
Meira

PCR og hraðgreiningarpróf hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Frá og með 14. september verða hraðgreiningapróf í boði á meginstarfstöðvum HSN á Norðurlandi og má sjá upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma í töflu á heimasiðu stofnunarinnar.
Meira

Lífskjör og velsæld!

Mikilvægara er nú en nokkru sinni að hlusta á áherslur verkalýðshreyfingarinnar. Vinstri græn hafa lagt mikla áherslu að eiga gott samráð við aðila vinnumarkaðarins allt þetta kjörtímabil og Lífskjarasamningarnir voru gerðir með öflugri aðkomu stjórnvalda sem skilað hefur mörgum þjóðþrifamálum í höfn.
Meira

Katrín Jakobsdóttir á opnum fundi VG á Sauðárkróki

Opinn fundur með Katrínu Jakobsdóttir, Bjarna Jónssyni og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur verður haldinn föstudaginn 10.09.2021 í hádeginu á Kaffi Krók á Sauðárkróki.
Meira

Flokkur fólksins kynnir framboðslista fyrir Norðvesturkjördæmi - Uppfærður listi

Eyjólfur Ármannsson skipar fyrsta sæti x-F framboðslista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Eyjólfur er lögfræðingur og formaður Orkunnar okkar, sem eru samtök þeirra sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum. Eyjólfur hefur undanfarið meðal annars gætt hagsmuna landeigenda í Arnarfirði og Dýrafirði í þjóðlendumálum.
Meira

Styttist í flottustu brúðulistahátíð landsins

Alþjóðleg brúðulistahátíð Hvammstangi International Puppetry Festival eða HIP Fest fer fram dagana 8.-10. október næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en von er á þriðja tug erlendra listamanna frá átta löndum sem bjóða upp á fjölda sýninga og vinnusmiðja, auk fyrirlestra og kvikmyndasýninga með umræðum við listamennina á eftir.
Meira