A-Húnavatnssýsla

Formannaskipti í kvenfélaginu Heklu í Skagabyggð

Aðalfundur kvenfélagsins Heklu var haldinn í Skagabúð 7. júní s.l. Á fundinum fóru fram formannaskipti en þá lét Árný Margrét Hjaltadóttir á Steinnýjarstöðum af störfum sem formaður en því embætti hafði hún gegnt síðustu 37 ár.
Meira

Sveitarstjórn Húnabyggðar fundaði í fyrsta sinn

Fyrsti fundur sveitarstjórnar Húnabyggðar var haldinn í Dalsmynni í gær. Á honum var skipað í nefndir og ráð og helstu embætti. Guðmundur Haukur Jakobsson var kjörinn forseti sveitarstjórnar og Grímur Rúnar Lárusson varaforseti.
Meira

Textílmiðstöðin hýsir Iceland Field School

Fram kemur á heimasíðu Textímiðstöðvarinnar að Iceland Field School frá Concordia háskólanum í Montreal sé lentur á Blönduósi og munu nemendurnir dvelja í Textílmiðstöðinni allan júnimánuð.
Meira

Aktu varlega! Mamma og pabbi vinna hér

Vitundarátakið; Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér, mun standa yfir í sumar. Af því tilefni var ritað undir viljayfirlýsingu þess efnis og kynnt til leiks eftirtektarverð skilti á morgunverðarfundi um öryggi starfsfólks við vegavinnu sem Vegagerðin stóð fyrir þriðjudaginn 7. júní 2022.
Meira

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins opnar með pompi og prakt

Ragnheiður Björk Þórsdóttir, veflistakona er höfundur Sumarsýningar Heimilisiðnaðarsafnsins 2022. Nefnist sýningin ÞRÁÐLAG og opnaði Ragnheiður hana sunnudaginn 29. maí að viðstöddum gestum. Verkin eru flest ný og gefa góða innsýn í fjölbreyttan heim veflistarinnar. Við opnunina sungu og spiluðu hjónin Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og Jón Ólafur Sigurjónsson (Hugrún og Jonni) nokkur lög við góðar undirtektir áheyrenda.
Meira

Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér Morgunverðarfundur Vegagerðarinnar um öryggi starfsfólks við vegavinnu.

Vegagerðin stendur fyrir morgunverðarfundi um öryggi starfsfólks við vegavinnu þriðjudaginn 7. júní 2022 klukkan 9.00 í húsakynnum Vegagerðarinnar að Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Flutt verða nokkur áhugaverð erindi en fundinum lýkur með kynningu og undirritun samkomulags um vitundarátakið; Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér.
Meira

Eyjapiltar höfðu betur á Blönduósi

Fyrsti leikurinn á Blönduósvelli þetta sumarið fór fram í gær þegar lið Kormáks/Hvatar tók á móti KFS úr Vestmannaeyjum. Lið Eyjapilta reyndist Tindastólsmönnum erfitt viðureignar í 3. deildinni í fyrra og það fór svo að Húnvetningar lentu sömuleiðis í basli með vel spilandi gestina og máttu þola tap, lokatölur 1-2.
Meira

Torskilin bæjarnöfn :: Auðkúla í Svínadal

Landnáma fræðir oss um upprunann: „Eyvindr auðkúla hjet maðr, hann nam allan Svínadal ok bjó á Auðkúlustöðum“ (Ldn. bls. 135). Skjal finst fyrir því, að bæjarnafnið hefir haldist óstytt til ársins 1489 (DI. VI. 648). En 1510 er það ritað Auðkúla og allar götur úr því, ýmist Kúla eða Auðkúla (DI. IX. 55 og v. í því bindi).
Meira

Tíminn er takmörkuð auðlind!

Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum enda kannski ekki skrítið búandi á Vestfjörðum þar sem birtingarmynd af ranglæti kvótakerfisins hefur verið hvað sterkust í gegnum árin og voru þættirnir um Verbúðina að rifja ágætlega upp þá sögu.
Meira

Karlakórinn Heimir á Blönduósi í kvöld

Heimismenn stefna á Blönduós í kvöld, fimmtudaginn 2. júní, og halda tónleika í Blönduóskirkju kl. 20:30. Stjórnandi er Stefán R. Gíslason og undirleikari er Valmar Väljaots.
Meira