Karlakórinn Heimir á Blönduósi í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
02.06.2022
kl. 13.29
Heimismenn stefna á Blönduós í kvöld, fimmtudaginn 2. júní, og halda tónleika í Blönduóskirkju kl. 20:30. Stjórnandi er Stefán R. Gíslason og undirleikari er Valmar Väljaots.
Efnisskráin er fjölbreytt að vanda, með nýjum lögum og nýjum útsetningum í bland við eldri og þekktari slagara. Í nokkrum lögum syngja ungir og eldri félagar tvísöng og fjórsöng. Eitthvað verður sagt af léttum sögum milli laga og aðspurðir segjast þeir Heimismenn lofa góðri skemmtun – og eru spenntir að komast á svið eftir langa covid-röskun á starfi kórsins. Miðaverð er kr. 4.000, miðasala við innganginn.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.