A-Húnavatnssýsla

Blönduskóli fær 3D prentara að gjöf

Á heimasíðu Blönduskóla kemur fram að í gær afhenti Grímur Rúnar Lárusson fyrir hönd foreldrafélags Blönduskóla skólanum nýjan 3D prentara af gerðinni Prusa MK3S+ frá 3D verk ehf.
Meira

Ragnheiður Björk Þórsdóttir opnar sýninguna ÞRÁÐLAG á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi.

Sýningin stendur yfir frá 1. júní til 31. ágúst og er opin frá kl 10:00 – 17:00 alla daga.
Meira

Kveikjum neistann hjá ólæsri bókaþjóð

Að geta lesið sér til gagns er grunnfærni í lífinu, lykillinn að námi, þekkingarleit og þekkingarþróun hvers einstaklings. Óásættanlegt er að 39% barna eftir 2. bekk grunnskóla í Reykjavík (2019) séu ekki að lesa sér til gagns. Það að við höfum ekki upplýsingar um stöðuna í öðrum sveitarfélögum er einnig óásættanlegt.
Meira

Gísli Gunnars fékk flestar tilnefningar til vígslubiskups á Hólum

Í gær lauk ferli tilnefningar til vígslubiskups í Hólaumdæmi sem hafði staðið yfir í fimm daga líkt og reglur gera ráð fyrir en sem kunnugt er lætur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir af störfum 1. september nk. Sr. Gísli í Glaumbæ fékk flestar tilnefningar eða 20 alls.
Meira

Ívilnanir Menntasjóðs vegna skorts á sérmenntuðu fólki

Víða um land hefur verið erfitt að manna ákveðnar starfsstéttir, starfsstéttir sem nauðsynlegar eru til að halda uppi ákveðinni grunnþjónustu við íbúa samfélagsins. Ákall er víða á landsbyggðinni eftir heilbrigðismenntuðu fólki, læknum og hjúkrunarfræðingum, sérfræðingum í geðheilsuteymin og sem og sérfræðingum á ýmsum sviðum atvinnulífsins.
Meira

Mikill samhljómur hjá D- og B- lista í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps

Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og óháðra og Framsóknar og annarra framfarasinna í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps vinna nú að myndun meirihluta í nýja sveitarfélaginu. Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti D lista, segir óhætt að greina frá því að mikill samhljómur hafi verið með áherslum í öllum helstu málum og góður grundvöllur sé fyrir því að vinna málið áfram.
Meira

Prjónagleðin framundan

Kæru prjónarar, ferðaþjónustuaðilar og hugmyndaríku íbúar á Norðurlandi vestra. Helgina 10. - 12. júní nk. stendur fyrir dyrum viðburður á Blönduósi, haldinn af Textílmiðstöð Íslands sem heitir Prjónagleði. Prjónagleðin er hátíð sem hefur ansi áhugaverðan og litríkan markhóp og má kannski kalla hana uppskeruhátíð prjónanördanna.
Meira

Uppbygging teyma heilbrigðisstarfsfólks

Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn Bjarna Jónssonar frá 5. apríl síðastliðnum um skort á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki á landsbyggðinni.
Meira

Þú getur sýnt Kraft í verki

Nú stendur yfir fjáröflunar- og árvekniátak Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Markmið átaksins er að selja ný Lífið er núna armbönd, fá fólk til að koma saman og sýna samstöðu með því að perla armbönd og sýna almenningi inn í reynsluheim félagsmanna Krafts og þeim áskorunum sem verða á vegi þeirra.
Meira

Einn dagur af Sæluviku :: Kristrún Örnólfsdóttir minnist Skagafjarðar – 3. hluti

Kristrún Þórlaug Örnólfsdóttir f. 29.03 1902 d. 16.08 1978 skrifaði eftirfarandi frásögn í „Sóley“, handskrifað blað kvenfélagsins í Súgandafirði: Ég var 2 vetur til heimilis á Sjávarborg í Skagafirði og þar heyrði ég mikið talað um „Sæluviku Skagfirðinga“, sem haldin er í tengslum við sýslunefndarfund. Er þá oft mannmargt á Sauðárkróki og alltaf hægt að velja um skemmtanir, sem eru seinni part dagsins. Það er til dæmis karlakórssöngur, sjónleikur, umræðufundir og alltaf dans á eftir.
Meira