A-Húnavatnssýsla

Lið Kormáks/Hvatar vann öruggan sigur á ókátum Káramönnum

Lið Kormáks/Hvatar tók á móti Skagamönnum í liði Kára á Sauðárkróksvelli í dag í 3. deild karla í knattspyrnu. Liðin voru bæði í efri hluta deildarinnar fyrir leik en það varð fljótt ljóst að Skagamennirnir voru eitthvað pirraðir og voru farnir að segja dómara og aðstoðarmönnum hans til strax í byrjun. Það endaði með því að þeir bæði töpuðu leiknum og hausnum en lið Hínvetninga sýndi og sannaði að það á góða möguleika á að koma á óvart í 3. deildinni í sumar. Lokatölur 3-0 og úrslitin í heildina sanngjörn.
Meira

Arnar og Sigurður Gunnar í liði ársins og Baldur Þór valinn þjálfari ársins

Körfuknattleikstímabilinu lauk sem kunnugt er síðastliðið miðvikudagskvöld þegar Valur hafði betur í oddaleik gegn liði Tindastóls eftir hreint magnaða úrslitaseríu. Nú í hádeginu fór verðlaunahátíð KKÍ fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal og þar voru þeir leikmenn sem þóttu skara fram úr heiðraðir sem og þjálfarar. Tveir leikmanna Tindastóls voru valdir í úrvalslið Subway deildar karla, þeir Arnar Björnsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson, og Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var valinn þjálfari ársins.
Meira

Foreldraverðlaunin 2022

Waldorfskólinn í Lækjarbotnum fær Foreldraverðlaunin 2022 Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 27. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu 19. maí 2022.
Meira

Jæja, jæja ...

Hvað segist, gott fólk? Eigum við að halda áfram að ræða um ketti? Tja, hvers vegna ekki? Alla vega er ekki vanþörf á, svo mikið er víst. Fyrri grein mín fór víða og vakti umtal, enda brennur þetta á mörgum landanum.
Meira

Nemar í fiskeldi við Háskólann á Hólum heimsóttu Vestfirði

Nemendur í diplomanámi í fiskeldi við Háskólann á Hólum brugðu undir sig betri fætinum nú nýverið og kynntu sér fiskeldistöðvar á sunnanverðum Vestfjörðum. Sagt er frá því á heimasíðu skólans að nám í fiskeldi er byggt upp af tíu námskeiðum sem kennd eru í fjarnámi. Í hverju námskeiði er gert ráð fyrir 3-4 daga staðbundinni lotu sem að jafnaði fer fram í Verinu á Sauðárkróki. Að þessu sinni fór staðlotan ekki fram heima í héraði heldur vestur á fjörðum.
Meira

Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ræða meirihlutasamstarf á Norðurlandi vestra

Samningaviðræður um meirihlutasamstarf ganga vel í sveitarfélögunum þremur á Norðurlandi vestra þar sem á annað borð þarf að mynda meirihluta. Þar eru í öllum tilfellum Framsóknarflokkur og Sjálfstæðismenn sem ræða samstarf auk óháðra þar sem það á við.
Meira

Rostungurinn á Hvammstanga

Fréttatilkynning frá Selasetri Íslands og Náttúruminjasafni Íslands
Meira

Kynning á sjálfsævisögu Bíbíar

Fram kemur í húnahorninu að á mánudaginn 30. maí klukkan 17 fer fram kynning í Félagsheimilinu á Blönduósi á rannsóknaverkefninu og sjálfsævisögunni Bíbí í Berlín.
Meira

Boltinn féll ekki fyrir Stólana í kvöld og Valsmenn tóku titilinn | UPPFÆRT

Það er ekki laust við að það hafi verið nokkur þreytubragur á liðum Vals og Tindastóls þegar þau áttust við í hreinum úrslitaleik í Origo-höllinni í kvöld. Leikurinn var æsispennandi lengstum, Stólarnir flugu úr startholunum en síðan fóru skotin að geiga og Valsmenn, með Hjálmar Stefánsson í ofurformi, komust inn í leikinn. Jafnt var í hálfleik, 36-36, en í síðari hálfleik fór sóknarleikur beggja liða að hökta verulega og lítið skorað. Einu stigi munaði fyrir lokafjórðunginn en þá var eins og orkan væri meiri í heimaliðinu sem náði yfirhöndinni og náði í sigurinn. Lokatölur 73-60 og til hamingju Valsmenn!
Meira

Góður gangur í meirihlutaviðræðum á Blönduósi

Húnahornið segir frá því að formlegar viðræður milli B-lista og D-lista um meirihlutasamstarf í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps standa nú yfir og hafa tveir fundir farið fram. Í tilkynningu frá oddvitum listanna segir að það sé samhljómur um mörg mikilvæg mál og góður gangur í viðræðum.
Meira