A-Húnavatnssýsla

Ný stjórn SSNV

Á aukaþingi SSNV sem haldið var í gær, 28. júní, var kjörin ný stjórn til tveggja ára.
Meira

Bjarki Már tekinn við liði Reynis í Sandgerði

Knattspyrnukappinn Bjarki Már Árnason, sem búið hefur á Hofsósi til fjölda ára, hefur nú fært sig um set en hann hefur verið ráðinn þjálfari hjá 2. deildar liði Reynis í Sandgerði. Bjarki er búinn að spila meistaraflokksfótbolta í 25 ár, hóf leik í Keflavík 1997 og lék nú síðast með liði Kormáks/Hvatar en hann var þó lengstum í herbúðum Tindastóls.
Meira

Textílsýningu lokið

27. júní síðastliðinn héldu 16 nemendur, við Concordia háskóla í Montreal sem hafa verið í vettvangsnámi, sýningu á því sem þeir hafa afrekað í Iceland Field School sem er þverfaglegt, einingabært námskeið þróað af Dr. Kathleen Vaughan frá Concordia háskólanum í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands.
Meira

Úrslit opna Fiskmarkaðsmótsins á Skagaströnd

Tilkynning frá Golfklúbbi Skagastrandar
Meira

HSN Blönduósi glímir við Covid

Fram kemur á huni.is að aukin Covid smit séu á sjúkradeild HSN Blönduósi og að deildin verði þar af leiðandi með lokað fyrir heimsóknir næstu viku. Einnig er mælst til að halda heimsóknum í lágmarki á öðrum deildum stofnunarinnar.
Meira

Nýr hjólastóll gefinn í minningu Herdísar Einarsdóttur

Nú nýverið færðu Hollvinasamtök HSB Heilbrigðisstofnunninni á Blönduósi nýjan hjólastól. Stóllinn er gefinn í minningu Herdísar Einarsdóttur, en hún starfaði við stofnunina í hartnær 50 ár.
Meira

Auglýst eftir tillögum um byggðamerki

Húnabyggð auglýsti í Fréttablaðinu um helgina eftir tillögum um nýtt byggðamerki og skal það hafa tilvísun í áberandi einkenni í náttúru svæðisins, sögu og ímynd. Skilyrði er að merkið hafi skjaldarlögun og sé í samræmi við meginreglur skjaldarmerkjafræðinnar, og er þá vísað til reglugerðar um byggðarmerki. Tillögum skal skilað í tveimur útfærslum, í lit og í svart/hvítu, sett upp á A4. Jafnframt skal fylgja lýsing á merkingu og meginhugmyndum.
Meira

Ingvi Rafn með þrennu í mikilvægum sigurleik

147 áhorfendur mættu á Blönduósvöll í dag og væntanlega hafa þeir flestir verið á bandi heimamanna í Kormáki/Hvöt sem tóku á móti Elliða úr Árbæ í 3. deildinni í knattspyrnu. Eftir fjóra tapleiki í röð var eiginlega alveg nauðsynlegt fyrir Húnvetningana að spyrna við fótum og krækja í sigur. Það var einmitt það sem þeir gerðu en úrslitin voru 3-2 og Ingvi Rafn Ingvarsson fór mikinn í leiknum og gerði öll þrjú mörk heimamanna.
Meira

Textílsýning í húsnæði Kvennaskólans

16 Nemendur við Concordia háskóla í Montreal sem hafa verið í vettvangsnámi í Textílmiðstöðinni undanfarin mánuð við Iceland Field School sem er þverfaglegt, einingarbært námskeið þróað af Dr. Kathleen Vaughan frá Concordia Háskólanum í Montreal, Kanada í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands, , eins og kom fram í fétt hér á Feyki.is fyrr í mánuðinum, munu halda sýningu í húsnæði kvennaskólans mánudaginn 27. júní frá klukkan 17 til 19.
Meira

Reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum kynnt á Samráðsgátt

Reglugerðin er unnin í framhaldi af skýrslu sem starfshópur skilaði til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í lok maí. Hópurinn var skipaður í lok árs 2021 til að skoða starfsemi, regluverk, eftirlit og löggjöf vegna blóðtöku úr fylfullum hryssum.
Meira